23.06.2016

Bæjarstjórn - 1513

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1513. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

23. júní 2016 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Sigursveinn Þórðarson 2.varamaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir

 

Dagskrá:

 

1.  

201605011F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3026 frá 31. maí s.l.

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.  

201606001F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr.179 frá 8. júní s.l.

 

Liðir 1-3 og 5-7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 4 liggur fyrir til kynningar.

 

Liðir 1-3 og 5-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 lá fyrir til kynningar.

 

   

3.  

201606004F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 249 frá 14. júní s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liðir 4-11 liggja fyrir til staðfestingar.

 

D-listinn lagði fram svohljóðandi bókun við umræðu um fyrsta lið á dagskrá fundargerðarinnar, 201604044- Lundaveiði 2016.

 

Meirihluti Sjálfstæðismanna lýsir furðu sinni yfir bókunum E-lista í þessu vandasama máli þar sem verið er að reyna að mæta váglegri stöðu lundastofnins en jafnframt um leið gæta að þeirri menningu sem hefur um alla tíð einkennt úteyjarlíf Eyjamanna.

 

Á síðasta ári sat fulltrúi E-listans hjá við bókun málsins í ráðinu og á bæjarstjórnarfundi þann 13.júlí 2015 greiddu fulltrúar E-lista gegn því að lundaveiði yrði leyfð í þrjá daga árið 2015 og vildu banna veiðar algjörlega. Vísað var í umsögn Náttúrustofu Suðurlands. Á fundi Umhverfis –og skipulagsráðs frá 14.júní sl. þá leggja fulltrúar E-listans til að veiðitímabilið verði lengt frá því sem var í fyrra. Slík ósk kemur sannarlega ekki fram í áliti Náttúrustofunnar og er það mat þeirra að staða lundastofnsins sé síst betri en undanfarin ár. Hrópandi ósamræmi er því á milli bókana sömu fulltrúa á milli ára.

 

Meirihluti Sjálfstæðismanna er meðvitaður um þann vanda sem lundastofninn hefur verið í undanfarin ár. Þrátt fyrir það, eru bæjarfulltrúar D-lista sannfærðir um að 3ja daga veiðar, þar sem veiðimenn ganga fram af ítrustu varkárni séu ekki skaðlegar fyrir stofninn. Meirihluti Sjálfstæðismanna tekur því undir bókanir meirihluta Umhverfis –og skipulagsráðs og hvetja veiðimenn til að haga veiðum með þeim hætti að lundinn njóti ætíð vafans.

 

Elliði Vignisson (sign)

Trausti Hjaltason (sign)

Birna Þórsdóttir (sign)

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)

Sigursveinn Þórðarson (sign)

 

E-listinn bókar eftirfarandi:

 

Við hjá Eyjalistanum styðjum það að veiðar verði leyfðar enda eru sérfróðir aðilar almennt þeirrar skoðunar að viðkomubrestur lundastofnsins sé tilkominn vegna breytinga í náttúrunni en ekki veiða. Fulltrúi Eyjalistans lagði til á síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsráðs að veiðar yrðu leyfðar í 5 daga eins og gert var áður en veiðidögum var fækkað niður í 3. Bjargveiðimenn hafa sýnt að þeir gangi fram af varkárni við veiðar hér í Eyjum og teljum við að aukning veiðidaga um 2 daga muni ekki hafa áhrif á lundastofninn. Munum við því sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.

 

Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)

Stefán Óskar Jónasson (sign)

 

Liður 1 er samþykktur með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar E-lista sitja hjá.

 

 

Bæjarfulltrúar D-lista og E-lista lögðu fram svohljóðandi bókun við umræðu um annan lið á dagskrá fundargerðarinnar, 201606036- Eldfell uppgræðsla.

 

Bæjarstjórn tekur undir afgreiðslu ráðsins og færir Vinnslustöð Vestmannaeyja miklar og góðar þakkir fyrir framlagið og áhuga á nærumhverfinu.

 

Liður 2 er samþykktur með öllum samhljóða atkvæðum.

 

Liðir 3-11 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.  

201606005F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr.3027 frá 14. júní s.l.

 

Liðir 1-8 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 5.   2016          - Framkvæmda- og hafnaráð nr.192 frá 21. júní s.l.

Liðir 1-5 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

                                                                                          

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.18.44.

 

Næsti fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja er áætlaður 21.júlí 2016 kl. 18.00.

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159