21.06.2016

Framkvæmda- og hafnarráð - 192

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 192. fundur

 

haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,

21. júní 2016 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Sigursveinn Þórðarson formaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður og Aníta Óðinsdóttir 1. varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.  

201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir

 

Fyrir liggja verkfundagerðir nr. 16 frá 25.maí og nr. 17 frá 7.júní.

 

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að skila minnisblaði um framvindu verksins á næsta fundi ráðsins.

 

   

2.  

201606070 - Malbikunar- og gatnaframkvæmdir 2016

 

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu gatnaframkvæmda og malbikunar.

 

Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

3.  

201606074 - Hraunbúðir viðbygging

 

Framkvæmdastjóri fór yfir vinnu vegna útboðs á viðbyggingu við Hraunbúðir. Skv. upplýsingum hönnuða verða útboðsgögn tilbúin til auglýsingar 9. júlí og opnun tilboða áætluð 26. júlí. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist strax að lokinni samningagerð í framhaldi af útboði.

 

Ráðið samþykkir að farið verði í útboð á viðbyggingu við Hraunbúðir og felur framkvæmdastjóra framgang málsins.

 

   

4.  

201606047 - Ráðhúsið í Vestmannaeyjum- ástandsskoðun

 

Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað vegna Ráðhússins en vart hefur orðið við raka á ýmsum stöðum í húsinu. Fram kom að nauðsynlegt er að ráðast í viðamiklar endurbætur á Ráðhúsinu.


 

 

   

5.  

201606072 - Olíubryggjur smábáta

 

Framkvæmdastjóri fór yfir mögulegar breytingar á staðsetningu olíubryggju fyrir smábáta.

 

Ráðið er hlynnt því að finna olíuafgreiðslu smábáta betri stað og felur starfsmönnum framgang málsins.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.25

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159