14.06.2016

Bæjarráð - 3027

 

 

 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3027. fundur

 

 

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

 

14. júní 2016 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

Dagskrá:

 

 

1.  

201606047 - Ráðhúsið í Vestmannaeyjum- ástandsskoðun

 

Minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna úttektar á ástandi Ráðhússins við Kirkjuveg.

 

Í minnisblaðinu kemur fram að húsið sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og byggt 1927 hefur í gegnum tíðina verið endurbætt nokkrum sinnum. Síðasta stóra endurbygging var á árunum 1978-1980. Í húsinu hefur orðið vart við raka undanfarin ár og hafa verið framkvæmdar aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir hann. Viðbygging var rifin, skipt hefur verið um glugga og drenað með húsinu ásamt því að farið var í lagfæringar á þaki fyrir nokkrum árum síðan. Þessar aðgerðir virðast ekki hafa dugað til og var Verkfræðistofan Efla fengin til að gera ástandsmat á húsinu. Niðurstöður Eflu eru á þann veg að sumar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa hjálpað til en ekki dugað sem skyldi. Að auki hafa eldri aðgerðir sem farið var í ekki skilað þeim árangri sem vonast hafði verið til. Helstu niðurstöður Eflu eru þær að mikil raki er í hússinu. Raki er einhver á öllum hæðum og helst í tengslum við glugga og hurðir. Innan á veggjum er strigi sem hefur verið málaður og hefur ekki náð að anda þannig að rakinn er lokaður inni. Þaðan hefur raki borist í gólfefni. Nú er svo komið að loftgæði í húsinu og rakaskemdir kalla á aðgerðir umfram það sem hingað til hefur verið gert.

Í minnisblaðinu er lagt til að farið verði í að fá sérfróða aðila til að setja upp aðgerðaráætlun til lagfæringar á húsinu.

Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum að gera slíkt og minnir á að ytra byrði hússins er friðað og þurfa allar aðgerðir því að vera í samráði við Húsfriðunarnefnd ríkisins.

 

   

2.  

201606026 - Reglur um notkun fasteigna í eigu Vestmannaeyjabæjar

 

Bæjarráð fjallaði um notkun fasteigna í eigu Vestmannaeyjabæjar undir ótengda starfsemi svo sem undir gistingu. Bæjarráð lítur það alvarlegum augum þegar upp koma tilvik þar sem hópar gista í stofnunum Vestmannaeyjabæjar án þess að fyrir liggi sérstök heimild hvað slíkt varðar. Bæjarráð telur ekki eingöngu brýnt að gæta að inngripum í samkeppnisrekstur heldur sé enn veigameira að tryggja öryggi þeirra sem í hlut eiga. Þannig sé til að mynda brýnt að ef stofnanir eru nýttar undir gistingu -eins og til að mynda á stóru íþróttmótunum- þá sé viðbragðsaðilum eins og slökkviliði tilkynnt að slík starfsemi sé í húsinu.

Bæjarráð samþykkir því að bæta svohljóðandi vinnureglu í fyrirliggjandi starfsreglur sveitafélagsins:

Forstöðumönnum er með öllu óheimilt að lána eða framleigja fasteignir í eigu Vestmannaeyjabæjar undir allan þann rekstur sem ekki tilheyrir kjarnarekstri stofnunarinnar. Berist beiðni um slíkt ber að beina þeim til framkvæmdastjóra.

 

   

3.  

201606061 - Kjörskrá vegna forsetakosninga 2016

 

Kjörskrá vegna forsetakosninga 25. júní 2016.

 

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnfram er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní n.k. í samræmi við 1. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands.

 

   

4.  

201606025 - Ósk frá stjórnendum GRV um aukningu á starfshlutfalli námsráðgjafa

 

Erindi frá stjórnendum GRV

 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og bendir á að fræðslustofnanir eins og aðrar stofnanir sveitarfélagsins vinna eftir rammaáætlun og gerir bæjarráð því ekki athugasemd við hvernig fjármagninu er skipt innan deilda og stofnana. Þá minnir bæjarráð á að nemendur í skólanum eru nú um 520 í 30 bekkjardeildum og hefur fækkað úr um 800 á réttum áratug. Fjöldi starfsmanna og stærð stöðugilda hefur því óhjákvæmlega breytst á þessum tíma. Við kennslu, stjórnun og námsráðgjöf eru nú 67 starfsemenn þar af eru kennarar 59 í 46,88 stöðugildum. Starfsmenn í öðrum störfum eru 42, en starfsmenn skólans eru alls 109 í 82,23 stöðugildum. Það gera um 6 nemendur fyrir hvern starfsmann. Í nýlegri úttekt fagaðila og kynningu á henni kom skýrt fram það mat þessara óháðu aðila að skólinn væri vel fjármagnaður en mikilvægt gæti verið að skólastjóri nýti sér þann rétt sem hann hefur til að færa fjármagn til í rekstrinum. Undir það tekur bæjarráð.


 

   

5.  

201605136 - Ósk um tímabundið viðbótar starfshlutfall í félagsþjónustu

 

Bæjarráð samþykkir að auka stöðu starfsmann í félagsþjónustu um 20%

 

   

6.  

201606045 - Frumsýning Þjóðleikshússins á barnasýningunni Lofthræddi örninn hann Örvar í Vestmannaeyjum fyrstu helgina í október n.k.

 

Erindi frá Þjóðleikhússtjóra dags. 10. júní s.l. þar sem hann óskar eftir samvinnu Vestmannaeyjabæjar við frumsýningu á einni af barnasýningu Þjóðleikhússins í Vestmannaeyjum.

 

Fyrir bæjarráði lá erindi frá Þjóðleikhúsinu þar sem óskað er eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um að frumsýna eina af sýningum Þjóðleikhússins í Vestmannaeyjum. Um er að ræða barnasýninguna „Lofthræddi örninn hann Örvar“ í leikgerð Stalle Ahrreman og Peter Engkvist en Björn Ingi Hilmarsson er leikstjóri sýningarinnar. Í erindinu er óskað eftir því að Þjóðleikhúsið fái aðgengi að sýningasal Kviku í tvo daga í undirbúning og síðan til sýninga. Að auki er óskað eftir aðstoð við gistingu fyrir 3-4 einstaklinga í u.þ.b. 3 nætur.

Bæjarráð fagnar þessu framtaki og vill líta á það sem einlægan vilja til að byggja brú á milli leikhúss allra Íslendinga og þess hluta þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Í Vestmannaeyjum hefur í langan tíma verið öflugt leiklistarlíf og er svo enn. Ekki þarf að efast um að nánara og betra samstarf við Þjóleikhúsið er byr undir vængi þeirra listamanna sem halda á lofti þessu listformi í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

   

8.  

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamáls er færð í sérstaka samningamálafundargerð.

 

   

8.  

201606043 - Umsögn vegna umsóknar Vestmannaeyjabæjar fyrir tækifærisleyfi vegna Goslokahátíðar þann 30. júní - 3. júní 2016

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 09.júní s.l.

 

Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi samkomustaðarins á kostnað leyfishafa ef þörf krefur.

 

   

                                                                      

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159