08.06.2016

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 179

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 179. fundur
 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

8. júní 2016 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs og Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

 

Dagskrá:

 

1.  

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

2.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

200809002 - Jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar

 

Breytt jafnréttisáætlun lögð fram til samþykktar.

 

Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaða jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar.

Ráðið felur framkvæmdastjóra að óska eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna sveitarfélagsins, en hægt er að tilnefna stofnun, fyrirtæki, nefnd eða ráð sveitarfélagsins sem hefur sýnt gott fordæmi og framgang á sviði jafnréttismála í sveitarfélaginu.

 

   

4.  

201606008 - Orlofsmál fatlaðs fólks (2016)

 

Leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna sumardvala fatlaðs fólks

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

201606006 - Aðstaða á malarvellinum fyrir Ungmennafélagið Óðinn

 

Ungmennafélagið Óðinn óskar eftir að nýta sér aðstöðuna á malarvellinum við Löngulá í sumar fyrir æfingar og leikjanámskeið.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir við það að ungmennafélagið Óðinn nýti svæðið undir æfingar og leikjanámskeið í sumar, en bendir þó á að malarvöllurinn sem íþróttasvæði var lagt niður þegar aðstaða fyrir frjálsar var opnuð í fjölnota íþróttahúsinu og er svæðinu því ekki haldið við sem slíku.

Ráðið felur framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og fræðslusviðs að ræða við bréfritara.

 

   

6.  

201605126 - Ósk um endurskoðun á opnunartíma sundlaugar

 

Ráðið felur framkvæmdastjóra, í samráði við forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar, að afla gagna vegna nýtingar sundlaugarinnar síðasta sumar. Verður ákvörðun um opnunartíma tekin út frá þeim niðurstöðum og ef kemur til breytinga verður það auglýst sérstaklega.

 

   

7.  

201606009 - Gisting í stofnunum bæjarins (Rauðagerði)

 

Umræða um gistingu í félagsmiðstöðinni Rauðagerði

 

Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og fræðslusviðs upplýsti ráðið um gistingu ungmenna í félagsmiðstöðinni Rauðagerði. Um er að ræða fjóra hópa frá félagsmiðstöðvum/skólum sem hafa árlega fengið að gista í félagsmiðstöðinni og á móti fær hópur frá Rauðagerði að gista hjá þeim á ferðum sínum upp á land en slíkt hefur tíðkast um langt skeið.

Framkvæmdastjóra er falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159