31.05.2016

Bæjarráð - 3026

 

 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3026. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

31. maí 2016 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

Trausti Hjaltason sat fundinn í síma.

 

Dagskrá:

 

1.  

201605046 - Ráðning starfsmannastjóra/deildarstjóra launadeildar-100% starfshlutfall.

 

Um sameiningu starfa er að ræða og 20% aukningu starfshlutfalls.
Bæjarráð samþykkir ráðningu á starfsmannastjóra/deildarstjóra launadeildar.

 

   

2.  

201605136 - Ósk um tímabundið viðbótar starfshlutfall í félagsþjónustu

 

Ósk frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um tímabundið viðbótar starfshlutfall í félagsþjónustu

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

 

   

3.  

201605135 - Teikningar Sigmunds 1964-2008 í eigu Vestmannaeyjabæjar.

 

Í desember 2004 keypti forsætisráðuneytið safn Sigmunds Jóhannssonar á kr. 18.000.000. Var um leið ákveðið að safnið yrði vistað í Vestmannaeyjum og var það afhent til varðveislu í Safnahúsi Vestmannaeyja 15. desember sama ár. Um var að ræða ca. 10.000 myndir eða allar teikningar Sigmunds er birtust í Morgunblaðinu frá upphafi, 1964 til desember 2004.

10. janúar 2016 kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson til Eyja og afhenti fyrir hönd forsætisráðuneytisins Vestmannaeyjabæ allar teikningarnar til eignar (í stað þess að fela þær eingöngu hingað til varðveislu). Myndirnar eru þá eftirleiðis eign Vestmannaeyjabæjar og varðveittar í Safnahúsi Vestmannaeyja. Þýðir þessi gjörningur m.a. að Vestmannaeyjabær hefur fullt forráð til að selja afnotarétt af teikningunum til birtingar í blöðum, bókum eða á annan hátt.

Laust fyrir andlát Sigmunds en hann andaðist 19. maí 2012 var frá því gengið að Ísfélagið og Vinnslustöðin keyptu þær teikningar sem Sigmund birti í Morgunblaðið á tímabilinu 2005-2008. Guðni Ágústsson og Kári Bjarnason stóðu fyrir Sigmundshátíð 22. apríl 2016 en þann dag hefði Sigmund orðið 85 ára. Afhentu Vinnslustöðin og Ísfélagið við það tækifæri Vestmannaeyjabæ myndirnar að gjöf. Var um að ræða um 1.000 teikningar og eru þá allar teikningarnar sem birtust í Morgunblaðinu um 11.0000 talsins orðnar eign Vestmannaeyjabæjar og varðveittar í Safnahúsinu.

Fram kom í máli Elliða Vignissonar bæjarstjóra að ætlunin væri að teikningarnar yrðu allar aðgengilegar á vefrænu formi.

 

   

4.  

201605085 - Afskriftir opinberra gjalda.

 

Erindi frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum þar sem óskað er eftir afskriftum á óinnheimtanlegum opinberum gjöldum að upphæð samtals kr. 6.622.161. Um útsvarsgjöld er að ræða sem annaðhvort eru fyrnd, eða hafa fallið niður af öðrum ástæðum, svo sem vegna árangurslausra gjaldþrotaskipta eða eignarlausra dánarbúa.

 

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi afskriftir á óinnheimtanlegum opinberum gjöldum frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum.

 

   

5.  

201605065 - Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi fyrir Gistiheimilið Kirkjuvegi 28.

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmanneyjum dags. 17. maí s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

6.  

201605067 - Til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi fyrir Garn ehf. vegna reksturs gististaðar að Miðstræti 5a

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 17.maí s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

7.  

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamála var færð í sérstaka samningamálafundargerð.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:20

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159