23.05.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 248

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 248. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 23. maí 2016 og hófst hann kl. 16.05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201605017 - Tangagata 10. Breyting á deiliskipulagi.
Tekið fyrir að nýju erindi húseigenda um breytingar á skilmálum lóðar í deiliskipulagi. Sótt er um leyfi fyrir að hækka byggingarreit úr 14,2m. í 17m. sbr. innsend gögn.
Erindi var frestað á síðasta fundi og óskaði ráðið eftir áliti skipulagsráðgjafa sem liggur nú fyrir við afgreiðslu erindis.
 
Ráðið hefur kynnt sér það álit sem liggur fyrir. Í því áliti er bent á mikilvægi Fiskiðjunnar, en byggingin er sterkt kennileiti við innsiglinguna og skal skera sig úr sem hæsta bygging í götumyndinni eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi. Ráðið tekur undir álit skipulagsráðgjafa ALTA og getur því ekki orðið við erindi lóðarhafa.
 
 
 
2. 201604014 - Faxastígur 22. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju umsókn húseigenda Faxastíg 22. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu á vesturhlið sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga, engar athugasemdir bárust ráðinu.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
3. 201605080 - Faxastígur 36. Umsókn um byggingarleyfi
Viktor Ragnarsson fh. húseigenda sækir um leyfi fyrir breytingum á matshluta 0102 sbr. innsend gögn. Fyrirhugað er að opna bakarí og kaffihús í norðurhluta hússins.
 
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og vísar erindi til umsagnaraðila með vísan til ákvæða Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
 
 
 
4. 201605068 - Skátastykki. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi Skátafélagsins Faxa. Frosti Gíslason sækir um leyfi fyrir að færa tvö geymsluhús af lóð Eimskips Friðarhöfn í land félagsins við Skátastykki sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 11 maí sl.
 
 
 
5. 201605110 - Míla. Umsókn um framkvæmdaleyfi. Ljósnet.
Jón Kristján Hilmarsson f.h. Mílu efh. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósveitu frá Illugagötu í norðri og suðurfyrir Hátún.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
6. 201605073 - Umsókn um afnot af Herjólfsdal dagana 28 júlí til 2. ágúst.
Fyrir liggur umsókn ÍBV íþróttafélags um leyfi til að halda þjóðhátíð í Herjólfsdal dagana 28 júlí til 2. ágúst n.k. og leyfi fyrir húkkaraballi sbr. innsent bréf.
 
Ráðið samþykkir afnot af Herjólfsdal sbr. umsókn. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði að allt rusl verði hreinsað á svæðinu fyrir 11/8 n.k. og á þetta einnig við um brennustæði og næsta nágrenni við Fjósaklett. Öll færanleg mannvirki skulu fjarlægð fyrir 18/8 2016.
Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að taka umræðu um staðsetningu á húkkaraballi við þjóðhátíðarnefnd.
 
 
 
7. 201605103 - Týsvöllur. Umsókn um auglýsingarskilti.
Dóra Björk Gunnarsdóttir fyrir hönd ÍBV íþróttafélags sækir um leyfi fyrir að setja upp 2x3m. auglýsingaskilti. Fyrirhugað er að setja skiltið norð-vesturhorn girðingar við Týsvöll á tímabilinu 1/5-31/10 2016 sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir ekki auglýsingaskilti á girðingu við Týsvöll, td. vegna umferðaröryggis og ástand girðingar. Félaginu er heimilt að setja aftur upp auglýsingar á þeim stað sem skilti var áður við norðurenda Týsvallar.
 
 
 
8. 201602106 - Skipalyftan ehf. Stækkun lóðar
Erindi frá Framkvæmda-og hafnarráði.
Skipalyftan ehf. óskar eftir stækkun lóðar skv. innsendum gögnum.
 
Ráðið samþykkir að breyta deiliskipulagi á hafnarsvæði H-2.
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
9. 201605072 - Skildingavegur 8. Umsókn um skilti.
Heiðar Egilsson sækir um leyfi fyrir að setja upp skilti/mynd á austurhlið atvinnuhúsnæðis Skildingavegi 8.
Fyrir liggur samþykki húseigenda.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
10. 201605104 - Skipulagsmál. Ísfélags og Fiskiðjureitur.
Umræða um væntanlegan byggingareit við Strandveg 26.
 
Nú liggur fyrir vilji eigenda Strandvegs 26 (Ísfélagshúsið) til að fella húsið. Eigandi hússins er Ísfélag Vestmannaeyja. Vestmannaeyjabær hefur átt viðræður við stjórnendur fyrirtækisins um hvort að mögulegt sé að halda hluta af húsinu enda gegni það mikilvægu hlutverki í ásýnd miðbæjarins. Eigendur hafa talið að húsið sé of illa farið til slíkt sé raunhæfur kostur.
 
Skipulagsfulltrúi fór yfir ákvæði byggingareits í deiliskipulagi, þar sem grunnhugmyndin er að viðhalda að mestu leyti núverandi útlínum byggingarinnar en nýta innsvæðið undir bílastæði.
Ráðið telur brýnt að viðkomandi byggingareitur verði nýttur sem allra fyrst og hvetur til þess að leitað verði eftir samstarfi við áhugasama aðila um að fara í sameiginlega þróun fasteignar á þeim byggingareit sem verður til þegar viðkomandi hús víkur. Í því samhengi ber að skoða sérstaklega hvort að hluti af byggingareitnum gæti nýst undir þær íbúðir sem nú er stefnt að því að byggja fyrir fatlaða og ráð er gert fyrir í fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár.
 
Ráðið beinir því til þeirra sem um málið koma til með að fjalla að áhersla verði lögð á að viðhalda þeim kennileitum sem hvað mest eru áberandi á byggingareitnum. Er þá sérstaklega vísað til bogans sem snýr að Strandvegi, auk þess sem leitast verði við að húsið nýtist til að efla enn frekar þann sterka miðbæ sem byggður hefur verið upp á undanförnum árum.
 
 
 
11. 201605114 - Strandvegur 102. Framkvæmdaleyfi.
Björgvin Björgvinsson f.h. Ísfélags Vestmannaeyja sækir um framkvæmdaleyfi fyrir athafnasvæði sunnan við frystiklefa Ísfélagsins og lokun á hluta Standvegar á timabilinu 23/5-15/7.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur ríka áherslu á góðar merkingar við vinnusvæði og að hjáleið við Strandveg verði alltaf greið.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.25
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159