17.05.2016

Framkvæmda- og hafnarráð - 191

 
Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
17. maí 2016 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Guðjón Örn Sigtryggsson 1. varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. 201604033 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja 2016
Fyrir liggur gjaldskrá vegna þjónustu Slökkviliðs Vestmannaeyja.
Ráðið samþykkir gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja fyrir árið 2016
 
 
2. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir 2015
Fyrir liggja verkfundagerðir nr. 13 frá 9.mars, nr. 14 frá 19.apríl og nr.15 frá 10.maí 2016.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundargerðir.
 
 
3. 201602106 - Stækkun lóðar
Skipalyftan ehf. óskar eftir stækkun lóðar og aukningu á byggingarmagni á athafnasvæði fyrirtækisins sbr. innsend gögn.
Ráðið er hlynnt stækkun lóðar og aukningu á byggingarmagni á lóð Skipalyftunnar ehf.
Ráðið vísar erindinu til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs.
 
 
4. 201605082 - Reglugerð um útblástur skipa í höfnum
Lagt fram til kynningar minnisblað Faxaflóahafna til Hafnasambands Íslands vegna reglugerðar um útblástur skipa.
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159