09.05.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 247

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 247. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 9. maí 2016 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Theodóra Ágústsdóttir varamaður, Jónatan Guðni Jónsson varamaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201604099 - Deiliskipulag í austurbæ.
Lögð fram skipulagslýsing sem skipulagsráðgjafar Alta ehf. hafa unnið fyrir Vestmannaeyjabæ. Um er að ræða lýsingu deiliskipulags á íbúðarsvæði í austurbæ. Í lýsingunni er fjallað um áherslur bæjarstjórnar, upplýsingar um fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli svo sem um kynningu og samráð við hagsmunaaðlila.
 
Samþykkt að senda skipulagslýsingu til umsagnar Skipulagsstofnunar og annara umsagnaraðila með vísan til 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Erindi vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
2. 201605017 - Tangagata 10. Breyting á deiliskipulagi.
Tekin fyrir erindi húseigenda um breytingar á skilmálum lóðar í deiliskipulagi. Sótt er um leyfi fyrir að hækka byggingarreit úr 14,2m. í 17m. sbr. innsend gögn.
 
Ráðið frestar erindinu og óskar eftir áliti skipulagsráðgjafa.
 
 
 
3. 201604002 - Bessastígur 12. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Sótt er um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og viðbyggingu við íbúðarhús sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga, engar athugasemdir bárust ráðinu.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
4. 201603057 - Dalhraun 3. Umsókn um byggingarleyfi.
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga, engar athugasemdir bárust ráðinu.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
5. 201604012 - Básaskersbryggja 2-5. Fyrirspurn til skipulagsráðs.
Fyrirspurn frá húseigendum Básaskersbryggju 2-5. Óskað er eftir afstöðu ráðsins fyrir að breyta notkun 2-3 hæðar úr atv.húsnæði í íbúðir.
 
Í grein 4.8.1 í gildandi aðalskipulagi segir:
"Á hafnarsvæðum tengist landnotkun fyrst og fremst hafnsækinni starfsemi, s.s. útgerð, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum. Almennt skal ekki gera ráð fyrir íbúðum á hafnarsvæðum."
Ráðið er því ekki hlynnt fyrirspurninni þar sem hún samræmist ekki ofangreindu ákvæði í aðalskipulagi.
 
 
 
6. 201009135 - Lóðarmál. Heiðarvegur 6 og Vesturvegur 40.
Lagt fram bréf lóðarhafa Heiðarvegi 6.
 
Ráðið hefur kynnt sé bréfið og felur lögmanni Vestmannaeyjabæjar að svara erindinu sem fyrst.
 
 
 
7. 201605019 - Hásteinsvöllur. Umsókn um stöðuleyfi
Dóra Björk Gunnarsdóttir fh. ÍBV-Íþróttafélags sækir um stöðuleyfi fyrir gámi í norðurstúku Hásteinsvallar frá 1/5 - 5/10 2016.
 
Ráðið samþykkir stöðuleyfi til 5 okt. 2016. Ráðið ítrekar þá kröfu að útlit á gámi verði lagfært frá því sem nú er, að öðrum kosti verði leyfið afturkallað.
 
 
 
8. 201604023 - Hreinsunardagur 2016
Ráðið vill þakka þeim einstaklingum og félagasamtökum sem tóku þátt. Umhverfis-og framkvæmdasvið mun á næstu dögum senda bréf á alla aðila í atvinnurekstri með hvatningu um bætta umgengni og snyrtilegt umhverfi. Ráðið hefur ákveðið að umhverfisverðlaun 2016 verða veitt þann 17 júní.
 
 
 
9. 201605020 - Íþróttasvæðið við Hástein. Minningarsteinn.
Jóhannes Ólafsson sækir um leyfi fyrir minningarstein á hól austan við Týsheimilið sbr. innsend gögn.
 
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 27 apríl 2016.
 
 
 
10. 201605028 - Tangagata 10. Umsókn um byggingarleyfi
Magnús Sigurðsson sækir um leyfi fyrir hurð á norðurhlið sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159