25.04.2016

Framkvæmda- og hafnarráð - 190

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 190. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
25. apríl 2016 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Jarl Sigurgeirsson varaformaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Aníta Óðinsdóttir 1. varamaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. 201604069 - Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2015
Farið yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2015. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 503 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam 154 millj.kr. Heildarskuldir að meðtöldum lífeyrsskuldbindingum námu í árslok 260 millj.kr.
Ráðið samþykkir ársreikninginn og vísar honum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
 
 
2. 201205034 - Bryggjustæði smábáta
Rætt um að flotbryggjur austan á Bæjarbryggju skerða aðgengi að þjónustu og öðru á bryggjunni og rætt um að fjarlægja þær og finna betri stað.
Ráðið samþykkir að bæta aðkomu að Bæjarbryggju og felur starfsmönnum sviðsins framgang málsins.
 
 
3. 201604042 - Herjólfsafgreiðsla - Básar 2. Fyrirspurn.
Rannveig Ísfjörð fh. Eimskips, Vegagerðarinnar og eigenda Bása 2 óskar eftir afstöðu ráðsins til hugmyndar um tengibyggingu milli Herjólfsafgreiðslu og Bása sbr. innsend gögn.
Ráðið er hlynnt erindinu og vísar því til afgreiðslu Umhverfis- og skipulgsráðs
 
 
4. 201604070 - Vegur á Haugasvæði
Georg Eiður Arnarson óskar eftir umræðum um veg á Haugasvæði. Fram kom að vegurinn er illa farinn eftir veturinn og þörf á lagfæringu. Fram kom í máli framkvæmdastjóra að vegurinn grefst á veturna og eitt af vorverkum starfsmanna Þjónustumiðstöðvar er m.a. lagfæring á vegum sem þessum.
 
 
5. 201602106 - Stækkun lóðar
Skipalyftan ehf. óskar eftir stækkun lóðar skv. innsendum gögnum.
Ráðið frestar erindinu. Í ljósi aukinnar eftirspurnar eftir lóðum undir atvinnustarfsemi telur ráðið að rétt að fá nánari upplýsingar um þarfir umsækjanda og nýtingu svæðisins. Ráðið felur formanni og starfsmönnum að ræða nánar við umsækjanda.
 
 
  
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159