20.04.2016

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 177

 
 Fjölskyldu- og tómstundaráð - 177. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

20. apríl 2016 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs og Edda Sigfúsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Dagskrá:

 

1.  

201601006 - Sískráning barnaverndarmála 2016

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í mars.

 

Í mars bárust 24 tilkynningar vegna 17 barna. Þar af voru 5 tilkynningar vegna vanrækslu, 5 vegna ofbeldis gegn barni og 14 vegna áhættuhegðunar barns. Mál 12 barna af 17 voru til frekari meðferðar

 

   

2.  

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.  

201604060 - Niðurgreiðsla á íþrótta- og tómstundaiðkun barna á aldrinum 6 til 16 ára - frístundakort

 

Á 1509. fundi Bæjarsjórnar Vestmannaeyja var samþykkt að taka upp niðurgreiðslur vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna á aldrinum 6 - 16 ára. Bæjarstjórn fól fjölskyldu- og tómstundaráði framgöngu málsins og eftirfylgd þess.

 

Bæjarstjórn gerir ráð fyrir sérstökum styrki til forráðamanna barna á aldrinum 6. - 16. ára til að mæta kostnaði vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Umræddur styrkur tekur gildi frá og með 1. janúar 2017 og verður slíkur styrkur að upphæð 25.000 kr fyrir hvert barn. Ráðið fagnar ákvörðun bæjarstjórnar og felur Birnu Þórsdóttur, Auði Ósk Vilhjálmsdóttur og Sigurhönnu Friðþórsdóttur framgang málsins í samráði við framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusvið.

 

   

4.  

201007118 - Þjónusta frístundaheimilis

 

Á 1509. fundi Bæjarstjórnar Vestmannaeyja var samþykkt að veita þjónustu frístundaheimilis fram á sumar. Bæjarstjórn fól fræðsluráði og fjölskyldu- og tómstundaráði framgöngu málsins og eftirfylgni þess.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð fagnar ákvörðun bæjarstjórnar enda um að ræða þjónustu sem forráðamenn hafa oft kallað eftir og mætt hefur verið af hálfu ráðsins. Fræðsluráð hefur fjallað um málið og tekið ákvörðun um þjónustu enda fellur rekstur frístundavers undir viðkomandi ráð. Fjölskyldu- og tómstundaráð styður ákvörðun fræðsluráðs.

 

   

5.  

200804058 - Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar

 

Fyrirkomulag Vinnuskóla Vestmannaeyja fyrir árið 2016 kynnt.

 

Ráðinu kynnt tillaga að fyrirkomulagi vinnuskólans sumarsins 2016. Ráðið samþykkir hækkun launa skv. launavísutölu ársins 2015, sem og vinnutíma og vinnutímabil. Foreldrum barna í árgöngum 2000-2002 verður sent kynningarbréf á næstu dögum.

 

   

6.  

200809002 - Jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar

 

Drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun lögð fram til umræðu

 

Jafnréttisstofa hefur gert athugasemdir við áður samþykkta jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar. Starfsmenn fjölskyldu- og fræðslusviðs hafa í kjölfarið farið yfir þær athugasemdir og leggja fram drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun. Ráðið mun fara yfir þessi drög og fresta afgreiðslu máls til næsta fundar.

 

   
                                                                                

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159