18.04.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 246

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 246. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 18. apríl 2016 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Jónatan Guðni Jónsson 1. Varamaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201601101 - Heimaklettur. Göngugöng undir Löngu.
Erindi lagt fyrir að nýju að lokinni íbúakönnun.
Nú liggur fyrir niðurstaða úr íbúakönnun vegna aðgengis að Löngu. Alls greiddu 628 atkvæði. Af þeim sögðu 386 (61%) að þeir vildu ekki auka aðgengi að Löngu og 242 (39%) að þeir vildu auka aðgengið. Nokkur meirihluti var því mótfallinn að aðgengi að Löngu yrði á nokkurn hátt aukið. Af þeim 242 sem vildu auka aðgengið sögðu 77,7% að þeir teldu það best gert með brú, 18,6% taldi göng best og 3,7% taldi aðrar leiðir betri.
 
Íbúakönnun sem þessi er leiðbeinandi fyrir skipulagsyfirvöld og ekki verður hjá því litið að taka tillit til niðurstöðu hennar við afgreiðslu umsóknar sem liggur fyrir um göng í gegnum Heimaklett.
 
Umhverfis- og skipulagsráð synjar því umsókn um göng í gegnum Heimaklett.
 
 
 
2. 201604048 - Strandvegur 30. Vigtarhús, breyting á deiliskipulagi.
Tekin fyrir erindi húseigenda um breytingar á skilmálum lóðar í deiliskipulagi. Sótt er um leyfi fyrir að hækka byggingarreit úr 11m. í 13,9m. sbr. innsend gögn.
 
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingartillögu deiliskipulags sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
 
Vísað til bæjarstjórnar.
 
 
 
3. 201604042 - Herjólfsafgreiðsla - Básar 2. Fyrirspurn.
Rannveig Ísfjörð fh. Eimskips, Vegagerðarinnar og eigenda Bása 2 óskar eftir afstöðu ráðsins til hugmyndar um tengibyggingu milli Herjólfsafgreiðslu og Bása sbr. innsend gögn.
 
Ráðið er hlynnt erindinu.
 
 
 
4. 201604013 - Bárustígur 11. Umsókn um stöðuleyfi.
Sigurður Friðrik Gíslason fh. húseigenda sækir um stöðuleyfi fyrir veitingatjaldi á austurlóð sbr. innsend gögn. Sótt er um leyfi á tímabilinu júní til lok ágúst.
 
Ráðið samþykkir stöðuleyfi sbr. umsókn.
 
 
 
5. 201604014 - Faxastígur 22. Umsókn um byggingarleyfi
Tekin fyrir umsókn húseigenda Faxastíg 22. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu á vesturhlið sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir að senda erindið til grenndarkynningar skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
 
6. 201604011 - Heiðarvegur 10. Fyrirspurn til skipulagsráðs.
Gísli Ingi Gunnarsson fh. lóðarhafa óskar eftir afstöðu ráðsins til að breyta notkun jarðhæðar úr söluturni í tvær íbúðir.
 
Ráðið er ekki hlynnt breytingum á notkun sbr. fyrirspurn þar sem erindið samræmist ekki stefnu aðalskipulags sem gerir fyrst og fremst ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæð á umræddu svæði.
 
 
 
7. 201604043 - Suðurgarður. Umsókn um endurnýjun samninga.
Árni Óli Ólafsson óskar eftir endurnýjun á landleigusamningum í Suðurgarðslandi sbr. innsend gögn.
 
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og vísar málinu til bæjarlögmanns.
 
 
 
8. 200706121 - Tjaldsvæði við Þórsheimili
Formaður ráðsins fór yfir stöðu málsins. Í máli hennar kom fram að í tengslum við íbúafundi um smáhýsi hafi verið opnað á samtöl við íbúa um tjaldsvæðið við Þórsheimili. Í framhaldi af því hafi formaður ásamt bæjarstjóra fundað með íbúum þar sem fram hafi komið mjög einbeittur vilji íbúa til að færa tjaldsvæðið við Þórsheimili fjær íbúabyggð og í því samhengi m.a. nefnt svæðið vestan við fjölnota íþróttahúsið.
Umhverfis -og skipulagsráð telur mikilvægt að tjaldsvæði Vestmannaeyjabæjar séu rekin í eins mikilli sátt við nágranna og hægt er. Í ljósi þess samþykkir ráðið að frá sumrinu 2017 verði tjaldsvæði við Þórsheimili fært fjær íbúðabyggð og í suður og svæðið næst íbúabyggð eingöngu notað á álagstímum. Í þessu fellst að á þessu ári verði slétt út flöt á milli Þórsheimilis og fjölnota íþróttahúss og verði hún nýtt sem tjaldsvæði. Samkvæmt skipulagi er þar síðar gert ráð fyrir stækkun á fjölnotaíþróttahúsinu. Ráðið beinir því til rekstraraðila tjaldsvæðisins að reyna að stýra gestum í sumar sem fjærst íbúðabyggð eftir því sem kostur er.
 
 

9. 201604044 - Lundaveiði 2016.
Tekið fyrir. Lundaveiði í Vestmannaeyjum 2016.
 
Ráðið frestar því að taka ákvörðun um lundaveiði ársins 2016 og felur starfsmönnum sviðsins að kalla eftir áliti Bjargveiðifélags Vestmannaeyja og Náttúrustofu Suðurlands.
 
 
 
10. 201603095 - Umhverfisátak 2016
Í framhaldi af bókun síðasta fundar leggur Skipulags-og byggingarfulltrúi fyrir ráðið lista yfir svæði, lóðir og fasteignir þar sem úrbóta er þörf. Einnig liggur fyrir tillaga af bréfi til ábyrgðaraðila og almennt tilmælabréf til aðila í atvinnurekstri.
 
Ráðið óskað er eftir tillögum frá bæjarbúum um það sem betur má fara í umhverfismálum. Hægt er að koma tillögum til starfsmanna umhverfis-og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5.
 
Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að senda áskorun um úrbætur til eigenda þeirra eigna sem úrbóta er þörf. Almennt dreifibréf með tilmælum um snyrtilega umgengni skal sent til lóðarhafa í atvinnurekstri.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159