14.04.2016

Bæjarráð - 3022

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3022. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

14. apríl 2016 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

Við afgreiðslu og umræðu um ársreikninginn mættu einnig á fundinn Sigurbergur Ármannsson, Magnús Þorsteinsson, Jón Pétursson, Ólafur Snorrason, Birna Þórsdóttir, Auður Ósk Vilhjálmsson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir. Að lokinni yfirferð yfir ársreikninginn og endurskoðunarskýrsluna viku gestir af fundinum og hefðbundin fundarstörf hófust.

 

Dagskrá:

 

1.

201601020 - Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2015.

 

Á fundinn komu Helgi Níelsson og Magnús Jónsson endurskoðendur KPMG og fóru yfir ársreikningin og endurskoðunarskýrsluna.

 

Bæjarráð þakkar endurskoðendum fyrir yfirferðina og vel unnin störf við gerð ársreikningsins. Bæjarráð vísar ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana vegna ársins 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn síðar í dag.

 

   

2.

201604019 - Stoppdagar Herjólfs vor 2016

 

Erindi frá Eimskip dags. 6. apríl s.l. þar sem fram kemur að stefnt er á að Stoppdagar Herjólfs vorið 2016 verði þriðjudaginn 26. apríl sigli Herjólfur fyrstu ferð dagsins, aðrar ferðir þann dag falla niður.
Miðvikudag 27. apríl mun Herjólfur sigla síðustu ferð dagsins en aðrar ferðir falla niður.

 

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að stoppdögum.

 

   

3.

201504033 - Atvinnumál fatlaðs fólks - fjöliðjan Heimaey

 

Minnisblað frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs vegna forstöðumanns Heimaeyjar (deildarstjóra)

 

Bæjarráð samþykkir að víkka út hlutverk forstöðumanns Heimaeyjar í stöðu deildarstjóra sem einnig ber ábyrgð á heildarþjónustu málaflokks fatlaðs fólks í samráði við framkvæmdastjóra sviðs. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri fjölskyldu-og fræðslusviðs.

 

   

4.

201601094 - Samningur vegna Sóla

 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerir grein fyrir stöðunni vegna reksturs leikskólans Sóla.

 

Bæjarráð samþykkir aukinn kostnað og leiðréttingar vegna samnings við Sóla og vísar auknum kostnaði í gerð viðauka ársins 2016. Leiðréttingin er m.a. tilkomin vegna samningsbundinna vísitöluhækkana.

 

   

5.

201503151 - Samruni Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja

 

Fyrir bæjarráði lá matsbeiðni sem afhent hefur verið Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þess er óskað að dómskvaddir verði tveir hæfir, sérfróðir óvilhallir matsmenn til að meta eftirfarandi atriði:

1.Verðmæti alls stofnfjár Sparisjóðs Vestmannaeyja ses. með hliðsjón af eignum og skuldbindingum sparisjóðsins annarsvegar miðað við 3. júlí 2015 og hins vegar miðað við 29. mars 2015.

2.Verðmæti yfirfæranlegs skattalegs taps Sparisjóðs Vestmannaeyja ses. Sem nýtist Landsbankanum hf. Við tekjuskattsútreiknings bankans, annars vegar miðað við 3. Júlí 2015 og hins vegar miðað við 29. Mars 2015.

3.Verðmæti sem felast í samlegð Sparisjóðs Vestmannaeyja ses og Landsbankans hf og frekari viðskiptatækifærum sameins félags, annars vegar miðað við 3. Júlí 2015 og hins vegar miðað við 29. Mars 2015.

4.Verðmæti stofnfjárhluta matsbeiðenda í Sparisjóði Vestmannaeyja ses. Miðað við niðurstöðu úr matsliðum 1-3, annars vegar miðað við 3. Júlí 2015 og hins vegar miðað við 29. Mars 2015.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur bæjarstjóra að gæta áfram hagsmuna Vestmannaeyjabæjar vegna þessa.

 

   

6.

201603036 - Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2016

 

Reglur um starfslaun bæjarlistamanns í Vestmannaeyjum yfirfarnar.

 

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um starfslaun bæjarlistamanns.

 

   

7.

201603101 - Erindi frá Yrkjusjóði - beiðni um stuðning

 

Erindi frá Yrkjusjóði dags. 26. febrúar s.l. þar sem óskað er eftir stuðningi að lágmarki kr.150.000 til þess að geta haldið áfram mikilvægu starfi Yrkjusjóðs sbr. meðfylgjandi erindi.

 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

   

8.

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamála voru færð í sérstaka samningamálafundargerð.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14.29

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159