04.04.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 245

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 245. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 4. apríl 2016 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201603096 - Herjólfsdalur. Umsókn um leyfi fyrir smáhýsi, Glamping.
Tekið fyrir erindi rekstraraðila tjaldsvæðis í Herjólfsdal. Sótt eru um tímabundið leyfi fyrir 10 smáhýsi sbr. innsend gögn.
 
Afgreiðsla:
Á 244. fundi Umhverfis-og skipulagsráð var tekin sú ákvörðun að Glamping svæði verði fundinn staður á tjaldsvæði Vestmannaeyjabæjar norðan við þjónustumiðstöð í Herjólfsdal. Var sú ákvörðun tekin eftir að Alta ehf. skipulagsráðgjafar höfðu gert kostamat, auk þess sem fundað hafði verið með íbúum í nálægð við tjaldsvæði á íþróttasvæði.
Í ljósi ofangreinds samþykkir ráðið að veita Friðarbóli ehf, núverandi rekstaraðila tjaldsvæðanna, leyfi til reksturs smáhýsa eða Glamping norðan við þjónustuhúsið í Herjólfsdal. Leyfið nær til 10 smáhýsa og gildir til 15.október 2016. Allar framkvæmdir á svæðinu skulu taka mið af tímabundnu leyfi og vera afturkræfar.
Erindi samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.
 
 
Fulltrúi E-lista óskar eftir að bóka:
Vísað er til bréfs Hafdísar Kristjánsdóttur og Páls Scheving Ingvarssonar fh. Friðarbóls dags. 29.mars 2016
Ég fagna hugmyndum um byggingu smáhýsa á Heimaey í tengslum við ferðamannaþjónustu.
Ég er hinsvegar ekki tilbúinn að samþykkja heimild til byggingar smáhýsa í Herjólfsdal enda tel ég að það þurfi að fara með mikilli gát við alla mannvirkjagerð þar m.a. vegna þess að dalurinn hefur ákveðinn sess í hugum Vestmannaeyjinga með tilliti til sögu og menningar.
Í framhaldi af ofangreindu legg ég til að haldin verði íbúakosning meðal Vestmannaeyinga vegna málsins. Að þeirri könnun lokinni taki bæjaryfirvöld síðan ákvörðun í málinu.
Fordæmi eru nú þegar fyrir íbúakosningu í Vestmannaeyjum vegna umhverfis- og skipulagsmála.
Stefán Ó Jónasson (sign)
 
Fulltrúar D-lista óska eftir að bóka:
Það er mat meirihluta ráðsins að ekki sé þörf á að fara með málið í íbúakosningu enda sé hvorki um að ræða varanlegt jarðrask né óafturkræfar aðgerðir og um er að ræða tímabundið leyfi til reynslu. Þá vill meirihluti ráðsins benda á að á 244. fundi ráðsins var ráðið einhuga um að staðsetning svæðisins skyldi vera í Herjólfsdal og því skýtur skökku við að nú þegar komin er umsókn um slíkt að þá sé fulltrúi E-lista á móti áður samþykktri staðsetningu.
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
Kristinn Bjarki Valgeirsson (sign)
Ingólfur Jóhannesson (sign)
Esther Bergsdóttir (sign)
 
Fulltrúi E-lista óskar eftir að bóka:
Eftir síðasta fund Umhverfis- og skipulagsráðs og eftir að hafa skoðað betur tillögur Alta um svæðið get ég ekki samþykkt að koma smáhýsum fyrir á umræddu svæði í Herjólfsdal.
Stefán Ó Jónasson (sign)
 

 
2. 201604003 - Strandvegur 82A. Umsókn um byggingarleyfi.
Jón Guðmundsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir mjölgeymslu á landfyllingu austan við fiskimjölsverksmiðju sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa að teknu tilliti til frágangs við fráveitulagnir sem fara undir landfyllingu. Allur frágangur við byggingu og lóð skal vera í samræmi við ákvæði deiliskipulags. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
3. 201604002 - Bessastígur 12. Umsókn um byggingarleyfi
Ívar Torfason sækir um leyfi fyrir stækkun íbúðarhúsnæðis og bílgeymslu við lóðarmörk sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.
 
Ráðið samþykkir að senda erindið til grenndarkynningar skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
 
4. 201603110 - Hraunslóð 1. Umsókn um byggingarleyfi
Þór Ísfeld Vilhjálmsson sækir um leyfi fyrir sólstofu sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
5. 201603106 - Básaskersbryggja 9. Umsókn um byggingarleyfi
Már Friðþjófsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir utanhúsklæðningu og merkingu á norðurgafl sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
6. 201603097 - Ofanleitisvegur 4. Umsókn um lóð
Ólafur Traustason og Matthildur Matthíasdóttir sækja um lóð nr. 4 í frístundabyggð í Ofanleiti.
 
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað deiliskipulags. Lóðarhafi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2016.
 
 
 
7. 201604005 - Frisbí-golfvöllur.
Sótt er um leyfi til þess að setja niður sex holu frisbí golfvöll sbr. innsend gögn. Verkefnið var styrkt í tengslum við verkefnið Viltu hafa áhrif 2016.
 
Ráðið fagnar framtakinu en með því er verið að auka framboð afþreyingar í Eyjum. Ráðið samþykkir að frisbí golfvöllur verði staðsettur milli íþróttamiðstöðvar og Týsheimilis.
 
 
 
8. 201603094 - Umhverfismál á Breiðabakka
Umræða um umhirðu svæða við Breiðabakka
 
Umhverfis- og skipulagsráð felur framkvæmdastjóra að láta lagfæra svæði á Breiðabakka þannig að það verði snyrtilegt og útbúa einfaldan malarstíg meðfram girðingum til suðurs.
 
 
 
9. 201603095 - Umhverfisátak 2016
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja vill þakka þeim sem stóðu að umhverfisátakinu "einn poki af rusli" þar sem bæjarbúar voru hvattir til þess að taka einn innkaupapoka með sér í göngutúr og fylla hann af rusli. Þá vill ráðið þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt.
 
Nú þegar vorar mun Vestmannaeyjabær fjölga ruslatunnum víðsvegar um bæinn og markvisst umhverfisátak mun hefjast sem líkur með sameiginlegum hreinsunardegi þann 7. maí 2016.
 
Þá felur ráðið starfsmönnum sviðsins að senda áskorunarbréf um úrbætur til eigenda þeirra fasteigna og lóða sem þess er þörf. Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að leggja fram minnisblað á næsta fundi ráðsins um þær eignir sem í hlut eiga. Komi ekki til úrbóta mun ráðið skoða úrræði sem hægt er að beita, líkt og dagsektum.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159