31.03.2016

Bæjarstjórn - 1509

 
  

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1509. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

31. mars 2016 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201603093 - Rekstrargreining til upplýsinga fyrir bæjarfulltrúa

 

Rekstrarleg staða Vestmannaeyjabæjar vegna reksturs ársins 2015-2016- minnisblað

 

Tillaga:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun þar sem gert verði ráð fyrir eftirfarandi þjónustuaukningu:

Þjónusta dagforeldra verði niðurgreidd frá 9 mánaða aldri.
Í dag er þjónusta dagforeldra niðurgreidd frá 12 mánaða aldri. Mjög gjarnan hafa foreldrar hinsvegar þörf fyrir slíka niðurgreiðslu fyrr, sérstaklega í ljósi þess að fæðingarorlof íslenskra foreldra spannar einungis 9 mánuði. Þar sem íslenska ríkið hefur ekki staðið við boðuð loforð um lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði eða ráðist í aðgerðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar hyggst bæjarstjórn hefja niðurgreiðslu þjónustu dagforeldra við 9 mánaða aldur frá og með 1. maí nk. Bæjarstjórn felur fræðsluráði að útfæra reglur hér að lútandi.

Teknar verði upp heimagreiðslur til foreldra sem nýta sér ekki þjónustu dagforeldra frá því að börn þeirra verða 9 mánaða og þar til þeim stendur til boða leikskólapláss.
Fæðing barns er ein stærsta gleðistund í ævi hverrar fjölskyldu. Hjá því verður þó ekki litið að kostnaður nýbakaðra foreldra er nokkur og það á þeim tíma sem atvinnutækifæri eru skert. Illu heilli hefur myndast óþægilegt þjónustubil á milli fæðingarorlofs ríkisins og þjónustu sveitarfélaga. Þetta bil hefur að hluta til verið brúað með þjónustu dagmæðra sem síðan er niðurgreidd af sveitarfélaginu. Það er mat bæjarstjórnar að það eigi að vera val foreldra hvort þeir velja heldur að þiggja heimagreiðslur og dvelja lengur heima hjá börnum sínum eða nota niðurgreidda þjónustu dagmæðra. Þess vegna mun sveitarfélagið frá og með 1. maí nk. taka upp heimagreiðslur frá 9 mánaða aldri og til þess tíma þar sem barnið hefur leikskólagöngu. Bæjarstjórn felur fræðsluráði að útfæra reglur hér að lútandi.

Tafarlaust verði 15 til 20 plássum bætt við á leikskóla bæjarfélagsins.
Töluverð eftirspurn hefur verið eftir daggæsluúrræðum í Vestmannaeyjum og skortur verið á þjónustu dagforeldra. Vestmannaeyjabær hefur ráðist í aðgerðir til að mæta þeim vanda m.a. með opnun daggæsluúrræðis á Strönd. Nauðsynlegt er þó að finna lausn á þessum vanda til lengri tíma litið. Vestmannaeyjabær hefur þegar lokið samningum við Hjallastefnuna um að taka allt að 15 börn til viðbótar inn á leikskólann Sóla og ætti inntaka að geta hafist á næstu dögum. Þar að auki verði leikskólanum Kirkjugerði tryggt fjármagn til að mæta kostnaði við þau auknu dvalargildi sem ef til vill er hægt að nýta þar. Með því móti ættu elstu börnunum sem í dag nýta þjónustu dagforeldra að verða boðin leikskólapláss og því skapast svigrúm hjá dagforeldrum að taka á móti nýjum börnum. Bæjarstjórn felur fræðsluráði framkvæmd og eftirfylgni vegna þessa.

Opnun nýrrar leikskóladeildar.
Ein mikilvægasta þjónusta hvers sveitarfélags er fólgin í rekstri leikskóla. Ekki einungis er þar um að ræða stuðning við foreldra til að fara á ný út á vinnumarkaðinn heldur skiptir ekki minna máli að leikskólar eru fyrsta skólastigið. Stefna Vestmannaeyjabæjar er að öllum börnum 18 mánaða og eldri standi til boða leikskólapláss frá og með 1. september ár hvert. Sú ákvörðun að bæta tafarlaust við 15 til 20 leikskólaplássum tryggir að lengra verði gengið. Eftir sem áður liggur fyrir að það úrræði dugar ekki nema fram að næstu áramótum, þá fer á ný að safnast upp biðlisti ef ekkert verður að gert. Með það í huga samþykkir bæjarstjórn að opna nýja leikskóladeild um næstu áramót. Með rekstri hennar vill bæjarstjórn stefna að því að inntaka barna á leikskóla verði oftar en nú er. Bæjarstjórn felur fræðsluráði framgöngu málsins og eftirfylgni þess.

Grunnskóla Vestmannaeyja verði tryggt viðbótarframlag vegna framtíðarsýnar í menntamálum
Á undanförnum misserum hefur GRV verið að innleiða framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á bættan árangur nemenda í lestri og stærðfræði. Með það að leiðarljósi samþykkir bæjarstjórn að gera ráð fyrir sérstöku 2 milljóna króna viðbótarframlagi vegna þessa á næsta skólaári. Bæjarstjórn felur fræðsluráði framgöngu málsins og eftirfylgni.

Þjónusta frístundaheimilis verði veitt fram á sumar.
Frístundaheimili er starfrækt af Vestmannaeyjabæ og á seinustu árum hefur það verið rekið í í Þórsheimilinu. Þar er 6 - 9 ára börnum boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að skóladegi lýkur. Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Leiðarljós frístundaheimilisins er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskist í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Hingað til hefur þessi þjónusta einungis verið veitt á veturna og skapar það oft röskun á högum barnsins og foreldrum þeirra þegar frístundaheimilið lokar. Til að auka þjónustu við þennan aldurshóp samþykkir bæjarstjórn að gera ráð fyrir að þjónusta frístundaheimilis verði einnig veitt fram á sumar. Bæjarstjórn felur fræðslu-, fjölskyldu- og tómstundaráði framgöngu málsins og eftirfylgni þess.

Niðurgreiðsla á íþrótta- og tómstundaiðkun barna á aldrinum 6 til 16 ára
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar hefur minnihluti bæjarstjórnar vakið máls á þörfinni fyrir svokölluð frístundakort þar sem börnum á aldrinum 6 til 16 ára er lagður til styrkur til að mæta kostnaði við íþrótta- og tómstundaiðkun. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa ætíð lýst stuðningi við hugmyndina og talið hana allra góðra gjalda verða enda kostnaður foreldra af íþrótta- og tómstundastarfi verulegur. Eins og komið hefur fram telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks að rekstrarárangur hafi nú skilað svigrúmi til að ráðast í aukna þjónustu og þá eðlilegt og sanngjarnt að frístundastyrkir séu þar hluti af. Þess vegna samþykkir bæjarstjórn að gera ráð fyrir því að 1. janúar 2017 verði slíkir styrkir að upphæð 25.000 krónur fyrir hvert barn teknir upp. Bæjarstjórn felur fjölskyldu- og tómstundaráði framgöngu málsins og eftirfylgni þess.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og öðrum embættismönnum að gera ráð fyrir útgjöldum vegna ofantalinna liða við gerð viðauka við núverandi fjárhagsáætlun og undirbúning fjárhagsáætlunar fyrri árið 2017.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.

201602011F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 242 frá 22. febrúar s.l.

 

Liðir 1-9 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.

201602015F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3019 frá 1. mars s.l.

 

Liðir 2 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
liðir 1, 3 og 4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
liðir 1,3 og 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201603002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 175 frá 2. mars s.l.

 

Liðir 3 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1 og 2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201603004F - Fræðsluráð nr. 284 frá 3. mars s.l.

 

Liður 2 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1, 3 og 4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
liðir 1,3 og 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201603003F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 243 frá 7. mars s.l.

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhjóða atkvæðum.

 

   

7.

201602014F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 188 frá 9. mars s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

201603007F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3020 frá 15. mars s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.

201603009F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 244 frá 21. mars s.l.

 

Liðir 1,2,3,4, og 8 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 5-7 og 9-12 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 8 var samþykktur með sex atkvæðum, Stefán Óskar Jónasson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Liðir 5-7 og 9-12 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.

201603010F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr.189 frá 22. mars s.l.

 

Liðir 4,6 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 6 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-3 og 5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

11.

201603008F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 176 frá 22. mars s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

12.

201603012F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3021 frá 29. mars s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-4 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verður haldinn þann 14. apríl n.k.

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.16

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159