29.03.2016

Bæjarráð - 3021

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3021. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

29. mars 2016 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201603089 - Ósk um styrk til að halda borgarafund um málefni Landeyjarhafnar.

 

Erindi frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja þar sem óskað er eftir styrk að hluta til að halda borgarafund um málefni Landeyjahafnar.

 

Í erindinu kom fram mat samtakana að umræða um Landeyjahöfn sé gjarnan byggð á getgátum og litlum eða jafnvel röngum upplýsingum. Því sé mikilvægt að upplýst umræða fari fram um höfnina og þá ferju sem á að smíða og hafa því Ferðamálasamtök Vestmannaeyja ákveðið að standa fyrir borgarafundi með það að markmiði að upplýsa Eyjamenn um stöðu hafnarinnar, smíðina á nýrri ferju og hvað hægt sé að gera þar til að höfn og ferja eru farin að nýtast sem heilsárs samgöngumannvirki.
Vegna þessa óska samtökin eftir stuðningi bæjarráðs. Bæjarráð fagnar framtaki ferðamálasamtaka Vestmannaeyja og hvetur eindregið til þess að slíkur fundur fari fram svo fljótt sem verða má. Ráðið lýsir sig viljugt til að styðja við ferðamálasamtökin með öllum ráðum og þar með að veita samtökunum fjárhagslegan stuðning vegna þessa verkefnis.
Bæjarráð felur bæjarstjóra framgang málsins.

 

   

2.

201603085 - Forkaupsréttur að Jóni Vídalín VE. í eigu Vinnslustöðvarinnar hf.

 

Erindi frá VSV dags. 21.03 sl. þar sem Vestmannaeyjabæ er boðið forkaupsréttur að Jóni Vídalín VE. í samræmi við ákvæði 12.gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Í erindinu kemur fram að skipið sem var smíðað í Japan árið 1972 sé selt ásamt öllu fylgifé, tækjum og búnaði sem skipinu fylgir og tilheyrir. Skipið hefur leyfi til veiða í atvinnuskyni en engin aflahlutdeild eða aflamark eða aðrar veiðiheimildir munu fylgja skipinu við söluna.
Bæjarráð þakkar væntanlegum kaupenda og seljanda þá virðingu sem íbúum í Vestmannaeyjum er sýnd með því að virða þann forkaupsrétt sem kveðið er á um í lögum um stjórn fiskveiða. Slíkt er til eftirbreytni og til þess fallið að skapa sátt um sjávarútveg. Bæjarráð telur hinsvegar ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsrétt í þessu tilviki og fellur því frá honum.

 

   

3.

201512034 - Sala á húsnæði Hamars hæfingastöðvar.

 

Fyrir liggur kauptilboð í Hamar hæfingarstöð.

 

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í Hamar hæfingarstöð.

 

   

4.

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamála er færð í sérstaka samningamálafundargerð.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.45
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159