22.03.2016

Framkvæmda- og hafnarráð - 189

 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 189. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
22. mars 2016 og hófst hann kl. 16:30
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson varaformaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs og Andrés Þorsteinn Sigurðsson starfsmaður sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Andrés Þ Sigurðsson sat fundinn undir málum 1 og 2
 
Dagskrá:
 
1. 201205034 - Bryggjustæði smábáta
Andrés Þ Sigurðsson kynnti áætlanir varðandi lagfæringar á bryggjustæðum smábáta. Fram kom í máli Andrésar að kostnaður við endurnýjun á bryggjustæðum myndi vera um 12 milljónir.
Ráðið samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar að upphæð 12 milljónir króna til að mæta þeim kostnaði sem hlýst af endurnýjun á bryggjustæðum smábáta.
 
 
2. 201603071 - Ósk um að girðingu á Básaskersbryggju við afgreiðslu Herjólfs
Fyrir lá erindi frá Eimskip þar sem óskað er eftir viðræðum við hafnaryfirvöld um að girða í kringum athafnasvæði Herjólfs, til að auðvelda afgreiðslu skipsins á annatímum.
Ráðið samþykkir að fela starfsmönnum sviðsins framgang málsins.
 
 
3. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir 2015
Fyrir liggur vekfundagerð nr. 12 frá 9.mars 2016.
Ráðið lýsir yfir áhyggjum af því að ekki sé farið að reglum um öryggismál við framkvæmdirnar þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar eftirlitsaðila.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
 
4. 201603069 - Útboð á lyftu í Ægisgötu 2, Fiskiðjan
Þann 17.mars voru opnuð tilboð í lyftu í Ægisgötu 2. Tvo tilboð bárust frá Héðinn Schindler lyftum ehf.
Kr. 8.319.000 fast verð.
Kr. 8.008.000 mv. gengi EUR 141,20 sem breytist á greiðsludegi.
Ráðið samþykkir að taka tilboði Héðinn Schindler lyfta ehf. upp á kr.8.008.000. Ráðið felur framkvæmdastjóra framkvæmd málsins.
 
 
5. 201603072 - Opnunartími móttökustöðvar
Lögð fram tillaga um að breyta opnunartíma móttökustöðvar við Sorpu að breyta opnunartíma um helgar frá kl.12.00-17.00 í kl.11.00-16.00.
Ráðið samþykkir að breyta opnunartíma móttökustöðvar laugardaga og sunnudaga þannig að svæðið opni kl. 11.00 og loki kl. 16.00.
 
 
6. 201602064 - Aukning á stöðugildum á umhverfis- og framkvæmdasviði.
Framkvæmdastjóri kynnti ráðningu verkefnastjóra á tæknideild skv. samþykkt bæjarráðs 16.febrúar 2016. Fram kom að Hafþór Halldórsson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra á tæknideild.
Ráðið þakkar kynninguna.
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.20
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159