22.03.2016

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 176

 

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 176. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

22. mars 2016 og hófst hann kl. 17:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Drífa Þöll Arnardóttir 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201601006 - Sískráning barnaverndarmála 2016

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í janúar og febrúar.

 

Í janúar bárust 26 tilkynningar vegna 21 barns. Þar af voru 6 tilkynningar vegna vanrækslu, 10 vegna ofbeldis gegn barni og 10 vegna áhættuhegðunar barns. Mál 19 barna af 21 voru til frekari meðferðar.

Í febrúar bárust 16 tilkynningar vegna 10 barna. Þar af voru 6 tilkynningar vegna vanrækslu, 4 vegna ofbeldis gegn barni og 6 vegna áhættuhegðunar barns. Mál allra barnanna var til frekari meðferðar.

 

   

2.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.

201603051 - Greining fjárhagsaðstoðar 2015

 

Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi gerir grein fyrir stöðu fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2015.

 

Á árinu 2015 fengu 62 einstaklingar eða fjölskyldur fjárhagsaðstoð sem er nokkur fjölgun frá fyrri árum að frádregnu árinu 2011 en þá var fjöldinn 72 talsins og hefur aldrei verið meiri. Heildarupphæð greiddrar fjárhagsaðstoðar var rétt tæpar 30 milljónir sem er mun meira en hefur verið undanfarin ár.

Ráðið þakkar kynninguna og felur yfirfélagsráðgjafa að vinna frekari upplýsingar til kynningar fyrir bæjarstjórn.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159