21.03.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 244

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 244. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 21. mars 2016 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
Stefán Óskar Jónasson vék af fundi í 8. máli
Esther Bergsdóttir vék af fundi að loknu 8. máli
 
 
Dagskrá:
 
1. 201602069 - Deiliskipulag á íþróttasvæði. Skipulagsbreyting - tjaldsvæði.
Frestað erindi frá 243. fundi. Fyrir liggur kostamat skipulagsráðgjafa Alta ehf. varðar þrjá valkosti fyrir staðsetningu smáhýsa "Glamping". Svæðin sem matið nær yfir eru: 1. svæði sunnan við Þórsvöll, 2. svæði vestan Hásteinsvallar og 3. svæði við þjónustumiðstöð tjaldsvæðis í Herjólfsdal.
 
Ráðið hefur kynnt sér kostamatið auk þess sem haldnir hafa verið samráðs- og kynningarfundir með íbúum.
Á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir, leggur ráðið til að Glamping svæði verði ekki fundinn staður innan ramma skipulags á íþróttasvæði við Hástein, heldur verði svæðið útfært nánar á tjaldsvæði Vestmannaeyjabæjar norðan við þjónustumiðstöð í Herjólfsdal og felur ráðið formanni og skipulagsfulltrúa framgang málsins.
 
 
 
2. 201603056 - Deiliskipulag á athafnasvæði A-2.
Lögð fram skipulagslýsing sem skipulagsráðgjafar Alta ehf. hafa unnið fyrir Vestmannaeyjabæ. Um er að ræða lýsingu deiliskipulags á athafnasvæði A-2, athafnasvæði við Sprönguna. Í lýsingunni er fjallað um áherslur bæjarstjórnar, upplýsingar um fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli svo sem um kynningu og samráð við hagsmunaaðlila.
 
Samþykkt að senda skipulagslýsingu til umsagnar Skipulagsstofnunar og annara umsagnaraðila með vísan til 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Erindi vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 

 
3. 201601101 - Heimaklettur. Göngugöng undir Löngu.
Framhald máls 201601101, tekið fyrir og bókað á 243 fundi ráðsins þann 7 mars sl.
 
Umhverfis-og skipulagsráð mælist til þess að íbúakosning vegna Löngu verði haldin 11. og 12. apríl. Hægt verður að kjósa rafrænt með Íslykli til miðnættis þess 12.apríl en jafnframt verður hægt að kjósa á skrifstofu Umhverfis-og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5 umrædda daga milli kl. 09 og 12.
 
Ráðið samþykkir að eftirfarandi spurningar verða lagðar fyrir:
 
Vilt þú auka aðgengi að Löngu?
Nei
 
Ef já, með hvaða hætti?
Göng gegnum Heimaklett
Göngubrú meðfram Heimaklett
Með öðrum hætti: ____________
 
 
Erindi vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 

 
4. 201603057 - Dalhraun 3. Umsókn um byggingarleyfi.
Ólafur Þór Snorrason fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á Hraunbúðum sbr. innsend gögn.

Ráðið samþykkir með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum í Hrauntúni 2,4,6,8,10,12 og Illugagötu 42,44,46,48,50
 
 
 
5. 201603050 - Kleifar 4. Umsókn um byggingarleyfi.
Sigurjón Pálsson fh. Ísfells ehf. sækir um leyfi fyrir stækkun á matshluta 02 til suðurs sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og minnir á að allur frágangur við byggingu og lóð skal vera í samræmi við ákvæði deiliskipulags. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
6. 201603063 - Skólavegur 21. Umsókn um breytta notkun.
Þorsteinn Sigurðsson sækir um leyfi fyrir breyttri notkun jarðhæðar úr skrifstofu í íbúð sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
7. 201603062 - Flatir 7. Umsókn um byggingarleyfi
Þór Engilbertsson f.h. 2Þ ehf. sækir um leyfi fyrir stoðveggjum á athafnalóð steypustöðvar sbr. innsend.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda og lóðarhafa aðliggjandi lóðar.
 
Erindi samþykkt.
 
 

8. 201603053 - Strandvegur. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Sigurjón Ingi Ingólfsson f.h. HS Veitna hf. sækir um leyfi fyrir lagnastokki. Framkvæmdatími skiptist á þrjá verkhluta sbr. innsend gögn.
1. 1/4-31/5 frá Skildingavegi að Bárustíg
2. 1/6-31/7 frá Bárustíg að Strandvegi 16
3. 1-31/10 frá Strandvegi að Tangagötu 1
 
Ráðið samþykkir eftirfarandi framkvæmdatímabil, fyrir verkhluta frá Skildingavegi að Bárustíg skulu framkvæmdir vera á tímabilinu 1/4-31/5 og fyrir aðra verkhluta á tímabilinu 7/8-31/10.
Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Ráðið áréttar að framkvæmdir skulu ekki dragast umfram veitt tímamörk og felur framkvæmdastjóra sviðsins eftirfylgd málsins.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
9. 201603064 - Týsvöllur. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Ólafur Þór Snorrason fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi fyrir undirstöðum á varamannaskýli við Týsvöll.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
10. 201603049 - Vestra-Þorlaugargerði. Umsókn um endurnýjun samninga.
Bjarni Sighvatsson óskar eftir endurnýjun á túna-og lóðarleigusamningum sbr. innsent bréf.
 
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir samantekt yfir eldri samninga og þinglýst gögn á landnúmer 160209.
Erindi vísað til bæjarlögmanns.
 
 
 
11. 201603048 - Herjólfsdalur. Skilti
Tekið fyrir bréf til Skipulagsráðs dags. 12.3.2016.
 
Umhverfis-og skipulagsráð fer með skiltamál sveitarfélagsins og vill ráðið fagna því góða framtaki Minjastofnunar að láta útbúa upplýsingaskilti við uppgraftarsvæðið í Herjólfsdal enda afar merkilegt svæði.
 
 

12. 201603047 - Sólhlíð 20. Umsókn um skilti.
Kjartan Sævarsson fh. ríkiseigna sækir um leyfi fyrir skilti við norðurenda lóðar Heilbrigðisstofnunar við Sólhlíð sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt. Staðsetning skiltis skal ákveðin í samráði við skipulagsfulltrúa.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159