09.03.2016

Framkvæmda- og hafnarráð - 188

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 188. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
9. mars 2016 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Fundur hófst á að farið var í vettvangsferð í Fiskiðjuna
 
Dagskrá:
 
1. 201602074 - Tjón á upptökumannvirkjum 2016
Framkvæmdastjóri greindi frá tjóni sem varð á lyftupalli upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar þegar Gullberg VE skall utan í pallinn 16.febrúar sl. Fyrir liggur að sérfræðingur er væntanlegur í apríl í árlega skoðun og mun hann taka út skemmdirnar og gera skýrslu um málið.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að gæta hagsmuna Vestmannaeyjahafnar í málinu og upplýsa ráðið um framgang þess.
 
2. 201602106 - Stækkun lóðar
Fyrir lá erindi frá Skipalyftunni ehf. þar sem óskað er eftir stækkun lóðar undir byggingu í svokallaðri hliðarfærslu við norðan við núverandi húsnæði fyrirtækisins.
Ráðið frestar erindinu. Ráðið óskar eftir ítarlegri gögnum varðandi fyrirhugaða uppbyggingu fyrirrtæksins. Umrætt svæði er ekki skipulagt sem byggingarsvæði og þarf því að breyta deiliskipulagi ef af uppbyggingu verður. Ráðið felur framkvæmdastjóra að ræða við bréfritara.
 
3. 200703124 - Blátindur VE 21
Rætt um málefni Blátinds og framtíðarstaðsetningu hans á Skansinum.
Ráðið leggur áherslu á að Blátindi verði komið á sinn fyrirhugaða stað á Skansinum fyrir sumarið.
 
4. 201602105 - Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2015
Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi Hafnarsambands Íslands fyrir árið 2015
Ráðið þakkar kynninguna.
 
5. 201602110 - Dæla í slökkvibifreið
Fyrir lá erindi frá Slökkviliðsstjóra vegna dælu í útkallsbifreið. Óskað er eftir fjármagni í kaup á nýrri dælu. Fram kom að kostnaður nemur 2,5 milljónum króna.
Ráðið tekur undir áhyggjur slökkviliðsstjóra og samþykkir að beina því til að bæjarráðs að fjármagn sem fengist hefur frá EBÍ vegna arðgreiðslna verði notað til endurnýjunar á dælu í slökkvibifreið.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.20
 
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159