07.03.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 243

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 243. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 7. mars 2016 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201602069 - Deiliskipulag á íþróttasvæði. Skipulagsbreyting - tjaldsvæði.
Í framhaldi af bókun í máli nr. 201512014 leggur Skipulagsfulltrúi fyrir ráðið tillögu af breyttu deiliskipulagi á íþróttasvæði við Hástein. Tillagan sem unnin er af Alta ehf. sýnir breytingar á grasflöt sunnan Þórsvallar, þar sem fyrirhugað er að byggja þjónustumiðstöð og 33 smáhýsi í "Glamping" stíl.
Breytingartillagan var kynnt á opnum íbúafundi þann 1 mars sl.
 
Ráðið hefur fyrr bókað að það líti jákvæðum augum á uppbyggingu smáhýsa líkt og umsókn gerir ráð fyrir. Að því sögðu, þá vill ráðið þakka þeim fjölmörgu sem mættu á íbúafund um deiliskipulagsbreytinguna en slíkir fundir eru haldnir til að efla samráð við íbúa og gefa þeim færi á að koma ábendingum beint til kjörinna fulltrúa. Eftir þann fund er ljóst að bregðast þarf við þeim ábendingum sem þar komu fram varðandi tjaldsvæði við Þórsheimili. Slíkt mun verða gert og verða tillögur til úrbóta kynntar íbúum á næstu misserum. Til að auðvelda ráðinu úrvinnslu ábendinga íbúa felur ráðið skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa frá ALTA ehf. að vinna kostamat vegna uppbyggingar smáhýsa í Vestmannaeyjum á þremur svæðum,-sunnan við Þórsvöll, vestan Hásteinsvallar og við þjónustumiðstöð tjaldsvæðis í Herjólfsdal. Ráðið frestar erindinu þar til kostamat liggur fyrir.
 
 
 
2. 201601101 - Heimaklettur. Göngugöng undir Löngu.
Tekið fyrir að nýju erindi Árna Johnsen sem fh. áhugahóps óskar eftir að ráðið hrindi af stað skipulagslegri úttekt á gerð gönguganga um Neðri Kleifar undir Löngu.
Fyrir liggur greinargerð skipulagsráðgjafa.
 
Ráðið þakkar skipulagsráðgjafa fyrir greinargerðina. Ráðið er áhugasamt um að auka aðgengi að Löngu. Ráðið telur æskilegt að gefa íbúum beint og milliliðalaust svigrúm til að móta afstöðu sveitarfélagsins til þessarar framkvæmdar og leggur til við bæjarstjórn að framkvæmd verði íbúakönnun hvað málið varðar. Kosið verði um þrjá kosti, 1. Göngugöng sbr. umsókn. 2. Endurbygging á gönguleið með berginu. 3. óbreytt aðgengi.
 
 
 
 
3. 201603009 - Ægisgata 1. Umsókn um niðurrif.
Sindri Viðarsson fh. VSV sækir um niðurrif á göngubrú og austuhúsi Fiskiðjunar.
 
Ráðið heimilar niðurrif austurhúss Fiskiðjunnar en gerir kröfur um að frágangur sé viðunandi og öryggis-og heilbrigðis kröfum sé fylgt.
 
 
 
4. 201602104 - Sólhlíð. Fyrirspurn til Skipulagsráðs.
Þórarinn Sigurðsson óskar eftir afstöðu ráðsins til lóðabreytinga í Sólhlíð sbr. innsend gögn.
 
Ráðið er hlynnt því að þétta byggð þar sem hægt er og að lóðir á miðsvæði séu nýttar eins vel og mögulegt er í sátt við umhverfi og þá íbúa sem á svæðinu búa. Ráðið lítur jákvætt á fyrirspurnina og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa gerð deiliskipulags sem nær frá Breiðabliksvegi í suðri, með Kirkjuvegi í vestri að Vestmannabraut og að Fífilgötu til austurs.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159