03.03.2016

Fræðsluráð - 284

 
 Fræðsluráð - 284. fundur 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

3. mars 2016 og hófst hann kl. 16:30

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Bjarni Ólafur Guðmundsson 3. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Sigurlás Þorleifsson áheyrnarfulltrúi, Stefán Sigurjónsson áheyrnarfulltrúi, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi, Lóa Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Sigrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hildur Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201602008 - Allir lesa. Landsleikur í lestri.

 

Greint frá niðurstöðum landsleiksins í lestri "Allir lesa".

 

Allir lesa - landsleikur í lestri lauk á dögunum. Keppt var í liðum og milli bæjarfélaga. Vestmannaeyjar átti sigurlið í opnum flokki 10-29 liðsmanna en þar stóðu Hraunbúðir uppi sem sigurvegari. Ráðhús Vestmannaeyja var í öðru sæti vinnustaða með 10-29 liðsmenn. Bókasafn Vestmannaeyja sigraði flokk vinnustaða með 3-9 liðsmenn. Vestmannaeyjar höfnuðu í 3 sæti bæjarfélaga á landsvísu. Fræðsluráð óskar öllum þátttakendum og verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegan árangur.

 

   

2.

201602107 - Sumarfrístund

 

Sonja Andrésdóttir óskar eftir umræðu um stofnun sumarfrístundar sem viðbót við núverandi starfsemi frístundaversins.

 

Umræður fóru fram meðal ráðsmanna. Afla þarf frekari upplýsinga um málið til að ræða það frekar. Fræðsluráð felur framkvæmdastjóra fræðslusviðs að taka saman minnisblað með kostnaðarmati, mögulega framkvæmd, húsakosti og aðra þætti er málið varðar.

 

   

3.

201503005 - Lífshlaupið 2016

 

Sagt frá niðurstöðum Lífshlaupsins 2016.

 

Lífshlaupið 2016, átaks- og hvatningarverkefni ÍSÍ, landsátak á vegum Ólympíusambands Íslands og Landlæknisembættisins lauk á dögunum. Grunnskóli Vestmannaeyja endaði í 1. sæti í grunnskólakeppninni, síðustu ár hefur Grunnskóli Vestmannaeyja alltaf verið í efstu sætunum. Nemendur í 8. EB hreyfði sig mest á meðan keppninni stóð. Fræðsluráð óskar nemendum og starfsfólki GRV til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

   

4.

200706213 - Trúnaðarmál.

 

Þrjú mál tekin fyrir.

 

                                                                                            

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.35

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159