01.03.2016

Bæjarráð - 3019

 

 

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3019. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

1. mars 2016 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201602078 - Forkaupsréttur að Stíganda VE. í eigu Vinnslustöðvarinnar hf.

 

Erindi frá VSV dags. 17. febrúar s.l. þar sem Vestmannaeyjabæ er boðið forkaupsréttur að Stíganda VE. í samræmi við ákvæði 12.gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

 

Í erindinu kemur fram að skipið sé í slæmu ásigkomulagi og því fylgi engin aflahlutdeild né aflamark eða eða aðrar veiðiheimildir heldur hafi staðið til að selja það í brotajárn.

Bæjarráð þakkar væntanlegum kaupenda og seljanda þá virðingu sem íbúum í Vestmannaeyjum er sýnd með því að virða þann forkaupsrétt sem kveðið er á um í lögum um stjórn fiskveiða. Slíkt er til eftirbreytni og til þess fallið að skapa sátt um sjávarútveg. Bæjarráð telur hinsvegar ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsrétt í þessu tilviki og fellur því frá honum.

 

   

2.

201602111 - Vestmannaeyjabær og SASS

 

Aðild Vestmannaeyjabæjar að SASS, greiningarskýrsla

 

Á fundi nr. 2998 fól bæjarráð bæjarstjóra að vinna hagvæmniathugun á áframhaldandi aðild að SASS og mögulegri úrsögn með það fyrir augum að efla heldur atvinnuþróun og nýsköpun hér heima í héraði. Sú athugun liggur nú fyrir.

Á fundinum kom fram að á seinustu vikum hafi umtalsverð breyting átt sér stað á starfsemi SASS sem meðal annars hefur miðað að því að efla atvinnuþróun og nýsköpun staðbundið á starfssvæðinu. Til marks um það hefur SASS nú gert þjónustusamning við Þekkingarsetur Vestmannaeyja sem gerir ráð fyrir að atvinnu- og nýsköpunarfulltrúi verði ráðin við stofnunina með aðsetur og starfsemi í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð telur þessar breytingar skref í rétta átt og telur það mæta óskum sínum um eflingu atvinnuþróunar og nýsköpun og því feli fyrirliggjandi hagkvæmni athugun ekki sér þörf fyrir úrsögn að svo stöddu.

 

   

3.

201602084 - Menningaviðburðir í Safnahúsi

 

Yfirlit yfir menningarviðburði í safnahúsi árið 2015.

 

Þar kemur fram að í viðbót við fasta starfsemi hafi verið boðið upp á að minnstakosti 86 sérstaka menninga- og listaviðburði á vegum Safnahússins. Spannar sá listi allt frá myndlistasýningum, ljósmyndasýningum og tónleikum yfir í fræðsluerindi og barnastarf.

Bæjarráð þakkar þeim fjölmörgu sem að þessu starfi koma og þá séstaklega starfsmönnum Sagnheima og Safnahúss fyrir þetta öfluga starf.

 

   

4.

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreisla samningamála var færð í sérstaka samningamálafundargerð.

 

   

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159