25.02.2016

Bæjarstjórn - 1508

 

 

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1508. fundur

 

 

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

 

25. febrúar 2016 og hófst hann kl. 18:00

 

 

 

 

 

Fundinn sátu:

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður og Margrét Rós Ingólfsdóttir 1. varamaður.

 

 

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, Framkvæmdastjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs.

 

 

 

Leitað var afbrigða með að taka fyrsta mál á dagskrá: Samruni Landsbanka Íslands og Sparisjóðs Vestmannaeyja.

 

Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

 

 

Dagskrá:

 

 

 

1.

201503151 - Samruni Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja

 

Fyrir fundinn lá minnisblað, frá Rökstkólum lögmannsstofu, Jónasi Fr. Jónssyni hdl.
Efni minnisblaðsins var lögfræðilegt mat á framgöngu ríkisaðila í aðdraganda endaloka Sparisjóðs Vestmannaeyja.

 

1. Sparisjóður Vestmannaeyja

Á 1497. fundi bæjarstórnar var bæjarstjóra falið að kalla eftir hlutlægu mati á verðmæti Sparisjóðs Vestmannaeyja þegar hann var yfirtekinn af Landsbankanum. Þá var bæjarstjóra einnig falið að kalla eftir lögfræðilegu mati á framgöngu ríkisaðila í tengslum við þann gjörning þegar Sparisjóðurinn var með þvinguðum aðgerðum einhliða sameinaður við Landsbanka Íslands.

a. Hlutlægt yfirmat á verðmæti Sparisjóðs Vestmannaeyja
Með bréfi dagsettu 22. maí óskaði Vestmannaeyjabær eftir því að Landsbankinn legði sig fram um að eyða vafa og tortryggni um mat á eignum og skuldbindingum Sparisjóðsins. Með bréfi dagsettu 10. júní hafnaði Landsbankinn að veita Vestmannaeyjabæ eða öðrum aðgang að gögnum um matið og um framkvæmd yfirmats og byggði á þeirri meginforsendu að samkomulag bankans við stjórn SPVE væri háð ákvörðun FME. Vegna afstöðu Landsbankans leitaði Vestmannaeyjabær til FME með bréfi dagsettu 19. júní 2015 og fór fram á að stjórnvaldið heimilaði Landsbankanum að framkvæma yfirmat. FME svaraði með bréfi dagsettu 15. júlí. Þar kom fram að Samkomulag SPVE og Landsbankans væri einkaréttarlegs eðlis. Allt að einu var ljóst að stjórnvaldið legðist ekki gegn því að Landsbankinn yrði við beiðni um yfirmat. Ekki væru þó forsendur fyrir afskiptum stjórnvaldsins heldur ættu hefðbundin réttarúrræði við. 21. júlí sendi Vestmannaeyjabær Landsbankanum bréf og ítrekaði beiðni um yfirmat enda legðist FME ekki gegn slíku. Landsbankinn svaraði því með bréfi dagsettu 14. ágúst þar sem því var hafnað.

b. Framganga ríkisaðila
Í beinu framhaldi af 1497. fundi bæjarstjórnar kallaði Vestmannaeyjabær eftir lögfræðilegu mati á framgöngu ríkisaðila við þvingaða sameiningu Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans. Slíkt mat liggur nú fyrir. Helstu niðurstöður þess eru að í þeirri atburðarás sem leiddi til endaloka SPVE hafi opinberir aðilar mögulega brotið gegn ýmsum reglum stjórnsýsluréttarins svo sem jafnræðisreglu, meðalhófsreglu, réttmætisreglu og fl.

Í greinargerð lögmanns Vestmannaeyjabæjar er fjallað um möguleg úrræði í framhaldi af fyrirliggjandi greinargerð.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gæta áfram að hagsmunum bæjarfélagsins hvað þetta ríka réttlætismál varðar. Bæjarstjórn beinir því sérstaklega til bæjarstjóra að:
i. Stefna Landsbankanum til að veita óháðum dómskvöddum matsmönnum aðgengi að því verðmati sem lá til grundvallar verðmæti stofnfjárhluta í SPVE.
ii. Óska eftir áliti umboðsmanns Alþingis á framgöngu stjórnvalda í máli þessu.
iii. Beina kvörtun til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna endaloka SPVE þar sem kallað er eftir mati á því hvort stjórnvöld [FME og Bankasýslan] sinntu verkefnum sínum með lögmætum, réttmætum og samræmdum hætti og í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.

Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.

201406088 - Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara

 

Skv.7. gr. samþykkta um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar þá skal ár hvert kjósa forseta bæjarstjórnar og varaforseta.

 

Tillaga kom fram um óbreitt fyrirkomulag,
Forseti Hildur Sólveig Sigurðardóttir og varaforseti
Elliði Vignisson.

Var tillagan samþykk með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.

201505027 - Kosning í almannavarnarnefnd

 

Ragnar Þór Baldvinsson fyrrverandi slökkviliðsstjóri víkur úr nefndinni vegna aldurs og starfsloka þar af leiðandi. Við hans sæti tekur nýr slökkviliðsstjóri Friðrik Páll Arnfinnsson frá og með 1. janúar s.l.

Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201602094 - Hljóðupptökur á nefndarfundum

 

Erindi frá nefndarmönnum D lista í framkvæmda-og hafnarráði þar sem fram kemur ósk þeirra til hljóðupptöku á fundum ráðsins.

 

Afgreiðslutillaga:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur afar mikilvægt að trúnaður og samstarfsvilji ríki meðal þeirra fulltrúa sem koma að störfum fagnefnda og bendir á að slíkt er áskilið í þeim lögum og þeim reglugerðum sem liggja til grundvallar starfi þeirra. Sérstaklega vísast þar til 6. gr. siðareglna þar sem segir:
“Kjörnir fulltrúar skulu virða trúnað um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum í nefndum og ráðum Vestmannaeyjabæjar, sem og um innihald skjala eða annarra gagna sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um, enda byggir hann á lögmætum og málefnalegum rökum.”

Bæjarstjórn hefur fullan skilning á því að brot á trúnaði og rangfærslur um það sem fram fer á fundum valdi erfiðleikum og ógni heiðri einstakra fundarmanna. Hinsvegar er það meginreglan skv. sveitarstjórnarlögum að fundir séu lokaðir og vill bæjarstjórn Vestmannaeyja trúa því að nefndarmenn í framkvæmda- og hafnaráði geti tamið sér vinnubrögð sem sómi er að. Undanfarin ár hefur ríkt góður og víðtækur trúnaður og samstarfsvilji milli allra nefndarmanna allra flokka í nefndum og ráðum hjá Vestmannaeyjabæ. Jafnvel þótt bæði flokkar og einstaklingar séu ólíkir og tekist sé á um markmið og leiðir þá hefur þeim borið gæfa til að koma fram við hvern annan af virðingu, virða trúnað og vinna eftir þeim lögum og reglum sem um störf þeirra gilda.

Bæjarstjórn vill því að svo stöddu hafna beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hljóðupptökur á fundum ráðsins og hvetja fulltrúa til að haga störfum sínum þannig að ekki reynist þörf á slíku. Telji nefndarmenn að áfram verði vanhöld á trúnaði og rangfærslur um það sem gerist á fundum ráðsins mun bæjarstjórn eftir atvikum tryggja starfsöryggi nefndarinnar með viðeigandi hætti.


Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
Stefán Óskar Ólafsson (sign)
Auður Ósk Vilhjálmsson (sign)

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201601009F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 241 frá 1. febrúar s.l.

 

Liðir 1-9 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201602003F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3017 frá 2. febrúar s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201602002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 174 frá 3. febrúar s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

201602005F - Fræðsluráð nr.282 frá 4. febrúar s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur meö sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-5 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.

201602008F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 187 frá 9. febrúar s.l.

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

10.

201602009F - Fræðsluráð nr. 283 frá 15. febrúar s.l.

 

Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-2 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

11.

201602010F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3018 frá 16.febrúar s.l.

 

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-5 voru samþykktir meö sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verður haldinn þann 31. mars n.k.

 

                                                                                           

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159