22.02.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 242

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 242. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 22. febrúar 2016 og hófst hann kl. 16:00
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201601037 - Brekkugata 3. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Sótt er um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og sólstofu sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga, engar athugasemdir bárust ráðinu.
Erindi samþykkt.
 
 
 
2. 201601033 - Heiðarvegur 57. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Sótt er um byggingarleyfi fyrir sólstofu við suð-vesturhorn íbúðarhúss sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga, engar athugasemdir bárust ráðinu.
Erindi samþykkt.
 
 
 
3. 201601093 - Hrauntún 55. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Sótt er um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga, engar athugasemdir bárust ráðinu.
Erindi samþykkt.
 
 
 
4. 201602083 - Höfðaból. Umsókn um byggingarleyfi
Árni Johnsen sækir um leyfi fyrir þremur kvistum í íbúð 223-8228 sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
Erindi samþykkt.
 
 
 
5. 201601099 - Heiðarvegur 10. Umsókn um stöðuleyfi.
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa um stöðuleyfi fyrir gáma.
Fyrir liggur minnisblað bæjarlögmanns.
Ráðið samþykkir að veita stöðuleyfi til 6 mánaða á norðurlóð. Gámar skulu vera staðsettir skv. afstöðumynd tæknideildar dags. 22.2.2016. Ráðið ítrekar að Vestmannaeyjabær er ekki aðili að réttarágreiningi sem er milli lóðarréttarhafa Heiðarvegi 10 og Græðisbrautar 1. Ráðið áskilur sér rétt til að afturkalla leyfisveitinguna ef að talið sé líklegt síðar að hún brjóti gegn settu lögbanni.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
 
6. 201602082 - Heiðarvegur 10. Umsókn um byggingarleyfi
Gísli Ingi Gunnarsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi til að breyta notkun 2h. úr veitingahúsi í íbúð sbr. innsend gögn.
Erindi samþykkt.
 
 
 
7. 201602062 - Míla. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Elvar Freyr Kristinsson fh. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu ljósleiðara sbr. innsend gögn.
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
8. 201504093 - Kleifahraun 7 og 9. Umsókn um parhúsalóðir
Halldór Hjörleifsson fh. lóðarhafa sækir um 6 mánaða frest til að skila inn aðaluppdráttum.
Ráðið veitir frest til 1 sept. nk.
 
 
 
9. 201504091 - Bessahraun 3a-b. Umsókn um parhúsalóð
Halldór Hjörleifsson fh. lóðarhafa sækir um 6 mánaða frest til að skila inn aðaluppdráttum.
Ráðið veitir frest til 1 sept. nk.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159