15.02.2016

Fræðsluráð - 283

 
 Fræðsluráð - 283. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

15. febrúar 2016 og hófst hann kl. 16:30

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Bjarni Ólafur Guðmundsson 3. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Sigurlás Þorleifsson áheyrnarfulltrúi, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi, Lóa Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Helga Sigrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201602009 - Fagleg úttekt á starfi GRV. Framhald á 1. máli 281. fundar frá 17. des 2015.

 

Í framhaldi af 1. máli 281. fundar frá 17. des 2015 lágu fyrir ráðinu 3 tilboð ráðgjafafyrirtækja í faglega úttekt á starfi GRV með höfuðáherslu á að greina ástæður þess að nemendur GRV mælast of oft undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum. Eftir að hafa yfirfarið tilboðin samþykkir ráðið að ganga til samninga við Ráðrík ehf. um slíka úttekt. Samningar eru þó skv. eðli málsins háðir samþykki bæjarráðs.

 

   

2.

201602061 - Heimsóknir fræðsluráðs í skóla og stofnanir Vestmannaeyjabæjar.

 

Formaður fræðsluráðs greinir fá heimsóknum ráðsins í skóla og stofnanir Vestmannaeyjabæjar.

 

Fræðsluráð hefur á undanförnum dögum heimsótt Frístundaverið í Þórsheimilinu og Hamarskóla. Vel hefur verið tekið á móti ráðinu og hafa ráðsmenn haft gagn og gaman af heimsóknunum. Á næstu dögum mun fræðsluráð heimsækja Barnaskólann, Tónlistarskólann og Fab-Lab smiðjuna í Framhaldsskólanum.

 

                                                                             

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:49

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159