09.02.2016

Framkvæmda- og hafnarráð - 187

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 187. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
9. febrúar 2016 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson, Sindri Ólafsson, Georg Eiður Arnarson, Aníta Óðinsdóttir, Ólafur Þór Snorrason.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Andrés Þ Sigurðsson sat fundinn í málum 3-6
 
Dagskrá:
 
1. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir 2015
Fyrir liggja verkfundargerðir nr.9 frá 17. desember 2015, nr. 10 frá 14. janúar 2016 og nr. 11 frá 22. jan. 2016 vegna utanhússviðgerða á Fiskiðju.
Fram kom í máli framkvæmdastjóra að áfallinn kostnaður vegna lagfæringa á Fiskiðjunni nam 89.608.859 krónum á árinu 2015.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir.
 
 
2. 201602032 - Samanburður á kostnaði við sorphirðu og sorpeyðingu heimila milli sveitarfélaga.
Framkvæmdastjóri fór yfir samanburð milli nokkurra sveitarfélaga varðandi kostnað við sorphirðu og sorpeyðingu heimila. Fram kom að gjöldin eru hæst í Vestmannaeyjum þrátt fyrir lækkun milli áranna 2015 og 2016. Misjafnt er á milli sveitarfélaga hvað er innfalið í gjöldum heimila en Vestmannaeyjar eru eina sveitarfélagið sem býður heimilum upp á algjörlega gjaldfrjáls skil á móttökustöðvum.
Ráðið þakkar framkvæmdastjóra fyrir upplýsingarnar og áréttar að skilvirkasta leiðin til að lækka álögur á heimili, er að bæta flokkun sorps og minnka þar með kostnað við förgun.
 
 
3. 201602026 - Breytt fyrirkomulag á söfnun brotmálma í Vestmannaeyjum
Fyrir liggur bréf frá Hringrás vegna breytinga á fyrirkomulagi á söfnun brotmálma. Markmiðið er að losa betur um það efni sem safnast á svæði móttökustöðvar.
Ráðið er hlynnt erindinu og vonast til að umgengni um móttökusvæðið batni við þetta fyrirkomulag. Ráðið felur framkvæmdastjóra framgang málsins.
 
 
4. 201504041 - Bætt aðstaða fyrir móttöku skemmtiferðaskipa
Andrés Þ Sigurðsson fór yfir kostnaðaráætlanir Vegagerðarinnar vegna aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip í Skansfjöru, hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvaða hugsanlegi ávinningur gæti verið af slíkri aðstöðu.
Ráðið þakkar Andrési kynninguna.
Fulltrúar D-lista bóka.
Ráðið samþykkir að fela starfsmönnum að vinna arðsemisúttekt á bryggjukanti við Skansfjöru og hverju það skilar til Vestmannaeyjahafnar.
Sigursveinn Þórðarson (sign)
Jarl Sigurgeirsson (sign)
Sindri Ólafsson (sign)
Aníta Óðinsdóttir (sign)
 
Samþykkt með fimm atkvæðum,
 
Fulltrúi E-lista bókar.
Ég tel að hugmynd um flotbryggju á Eiðinu sé hagkvæmari og raunhæfara að hún verði einhverntíma að veruleika. 
Georg Eiður Arnarson (sign)
 
 
5. 201106064 - Flotbryggjur vegna smábáta
Andrés Þ Sigurðsson greindi frá fyrirhuguðum breytingum á flotbryggjum vegna skemmtibáta. Ljóst er að breyta þarf fyrirkomulagi vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu. Einnig var farið yfir skemmdir sem hafa orðið á smábátabryggjum í einkaeigu og til hvaða aðgerða er hægt að grípa.
Ráðið felur starfsmönnum að ræða við eigendur að flotbryggjum um möguleika á úrlausnum og kostnaðarmat á mögulegum endurbótum.
 
 
6. 201512048 - Ósk um setja gámakrana á Binnabryggju
Fyrir liggur umsókn frá Eimskip um staðsetningu á gámakrana á Binnabryggju skv. meðfylgjandi gögnum
Ráðið samþykkir umsókn um gámakrana á Binnabryggju með fyrirvara um staðfesting liggi fyrir um burðarþol þekju. Ráðið felur starfsmönnum framkvæmd málsins.
 
Sindri Ólafsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
 
 
 
7. 201602047 - Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2015
Fyrir liggur ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja fyrir árið 2015.
Ráðið samþykkir ársskýrslu Slökkviliðs Vestmannaeyja fyrir árið 2015 og þakkar um leið Ragnari Þór Baldvinssyni fyrir góð störf í þágu Vestmannaeyjabæjar.
 
 
  
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.57
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159