02.02.2016

Bæjarráð - 3017

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3017. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

2. febrúar 2016 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201601058 - Til umsagnar umsókn fyrir Eyjamyndir, vegna endurnýjunar á rekstri heimagistingar

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 18. janúar s.l.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi rekstrarstaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

2.

201601023 - Til umsagnar umsókn um breytingu á rekstrarleyfi fyrir 900 Grillhús

 

Erindi frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 12. janúar sl.

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi veitingastaðarins á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.

 

   

3.

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamáls er færð í sérstaka samningabók

 

   

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.34

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159