01.02.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 241

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 241. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 1. febrúar 2016 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Theodóra Ágústsdóttir varamaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður Umhverfis- og framkvæmdasviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201601100 - Kleifar 6. Umsókn um byggingarleyfi
Egill Guðmundsson fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði sbr. innsend gögn. Fyrir liggja umsagnir vinnueftirlits og eldv.eftirlits.
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og minnir á að allur frágangur við byggingu og lóð skal vera í samræmi við ákvæði deiliskipulags. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
2. 201512041 - Heiðarvegur 10. Umsókn um byggingarleyfi, girðingar.
Tekin fyrir innsend bréf dags 17.1.2016 og 20.1.2016 frá lögmanni lóðarhafa Græðisbraut 1.
Lagt fram.
 
 
3. 201601099 - Heiðarvegur 10. Umsókn um stöðuleyfi.
Gísli Ingi Gunnarsson fh. sækir um stöðuleyfi fyrir teimur gámum á lóðina sbr. innsend gögn.
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir áliti lögmanns Vestmannaeyjabæjar i ljósi réttarágreinings sem er milli lóðarréttarhafa Heiðarvegi 10 og Græðisbraut 1.
 
 
4. 201601093 - Hrauntún 55. Umsókn um byggingarleyfi
Lóðarhafar sækja um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og breytingum á útliti norðurhliðar sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki meðeigenda í raðhúsi.
Ráðið samþykkir að senda erindið til grenndarkynningar skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
5. 201601026 - Umsókn um stöðuleyfi.
Íris Sif Hermannsdóttir fh. Eyjatours og Hilmar Kristjánsson fh. Ribsafari sækja um stöðuleyfi fyrir tvö söluhús við Básaskersbryggju sbr. innsend gögn.
Ráðið samþykkir stöðuleyfi fyrir árið 2016. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
6. 201601028 - Umsókn um stöðuleyfi.
Gunnar Ingólfur Gíslason fh. Booking Westman islands sækir um stöðuleyfi fyrir söluhús við Básaskersbryggju sbr. innsend gögn.
Ráðið samþykkir stöðuleyfi fyrir árið 2016. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
7. 201601091 - Míla. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Elvar Freyr Kristinsson fh. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu ljósleiðara sbr. innsend gögn.
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
8. 201601101 - Heimaklettur. Göngugöng undir Löngu.
Tekið fyrir erindi Árni Johnsen f.h. áhugahóps um gerð gönguganga um Neðri Kleifar undir Löngu. Óskað er eftir að ráðið hrindi af stað skipulagslegri úttekt á málinu. Samkvæmt bréftitara yrði borað 4 x 4 m. og 70m. löng göng um Neðri Kleifar að Löngu.
Umhverfis -og skipulagsráð er hlynnt því að aðgengi út í Löngu verði bætt. Ráðið þakkar áhugahópnum fyrir erindið. Í ljósi umfangs og inngripa í náttúruna óskar ráðið eftir því að áhugahópurinn leggi fram frekari gögn, svo sem staðfesta kostnaðaráætlun, fjármögnunarleiðir og framkvæmdaáætlun. Þá felur ráðið skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðsins að ræða við bréfritara og taka í framhaldi saman minnisblað um þá valkosti sem mögulegir eru varðandi bætt aðgengi að Löngu og leggja fyrir ráðið.

 
9. 201601092 - Brimhólabraut 1. Umsókn um byggingarleyfi
Tekin fyrir umsókn eigenda eignarhluta 221-5702 varðar breytingar á húsnæði sbr. innsend gögn.
Erindi samþykkt.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159