18.01.2016

Umhverfis- og skipulagsráð - 240

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 240. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 18. janúar 2016 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201512041 - Heiðarvegur 10. Umsókn um byggingarleyfi, girðingar.
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Gísli Ingi Gunnarsson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir að girða í lóðarmörk sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur afstaða lóðarréttarhafa aðliggjandi lóða og afstaða umferðarhóps dags. 29.12.2015. Þá liggur fyrir að réttarágreiningur er á milli lóðarhafa Græðisbrautar 1 og Heiðarvegs 10.
 
Með vísan til þess réttarágreinings sem er í málinu og afstöðu lóðarréttarhafa getur ráðið ekki samþykkt erindið. Ráðið áréttar við lóðarhafa að fjarlægja girðingar sem settar hafa verið í lóðarmörk án leyfis.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 
 
2. 201501057 - Hlíðarvegur 4. Umsókn um lóð fyrir iðnaðarhús.
Tekið fyrir að nýju erindi HS Veitna hf. er varðar umsókn um athafnalóð við Hlíðarveg.
 
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning við gerð deiliskipulags. Deiliskipulagssvæði er á athafnasvæði A2 og skal ná yfir eftirfarandi lóðir; Hlíðarvegur 2 og 4. Strandvegur 101, 103, 105 og 107.
 
 
 
3. 201601033 - Heiðarvegur 57. Umsókn um byggingarleyfi
Þröstur Jóhannsson sækir um leyfi fyrir sólstofu við suð-vesturhorn íbúðarhúss sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir að senda erindið til grenndarkynningar skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
 
4. 201601013 - Kleifar 4. Umsókn um byggingarleyfi
Sigurjón Pálsson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti suðurhliðar og innanhúsbreytingum sbr. innsend gögn.

Erindi samþykkt.
 
 
 
5. 201601017 - Strandvegur 43A. Afsal lóðarhluta.
Lóðarhafa afsala hluta lóðar yfir á lóð nr. 20 við Miðstræti sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir breytingar á lóð. Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.
 
 
 
6. 201511063 - Miðstræti 20. Lóðarmál.
Lóðarhafi sækir um stækkun lóðar í samræmi við innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir breytingar á lóð. Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.
 
 
 
7. 201601034 - Brekkugata 1. Afsal lóðarhluta.
Lóðarhafa afsala hluta lóðar yfir á lóð nr. 3 sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir breytingar á lóð. Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.
 
 
 
8. 201601036 - Brekkugata 3. Umsókn um stækkun lóðar.
Lóðarhafar sækja um stækkun lóðar í samræmi við innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir breytingar á lóð. Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.
 
 
 
9. 201601037 - Brekkugata 3. Umsókn um byggingarleyfi
Lóðarhafar sækja um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og sólstofu sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir að senda erindið til grenndarkynningar skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
 
 
 
10. 201601016 - Míla. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Elvar Freyr Kristinsson fh. Mílu sækir um leyfi fyrir lagningu ljósleiðara sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
11. 201601032 - Q21-Iceland ehf. Framkvæmdaleyfi.
Pétur Júlíusson f.h. Q21-Iceland ehf. sækir um leyfi fyrir nýrri vatnslögn frá Strandvegi að Skildingavegi 6B.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á svæðinu verði með minnsta móti á framkvæmdatíma. Lagnaleið skal ákveðin í samráði við starfsmenn umhverfis-og framkvæmdasviðs.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
12. 201601025 - Umferðarmál
Skipulagsfulltrúi leggur fyrir ráðið umferðarbreytingar á miðsvæði. Fyrirliggjandi gögn skipulagsráðgjafa Alta ehf. dags. 5.1.2016 byggja á gildandi skipulagi á miðsvæði.
Fyrir liggur fundargerð umferðarhóps frá 29.12.2015.
 
Með vísan í deiliskipulag á miðsvæði samþykkir ráðið fyrirliggjandi umferðarbeytingar. Ráðið felur formanni og skipulagsfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159