21.12.2015

Umhverfis- og skipulagsráð - 239

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 239. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 21. desember 2015 og hófst hann kl. 16.05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201512025 - Skipalyftan ehf. Umsókn um stækkun lóðar og húsnæðis.
Ólafur Friðriksson f.h. Skipalyftunnar ehf. sækir um leyfi fyrir stækkun lóðar og húsnæðis til suðurs sbr. innsend gögn. Fyrir liggur bókun Framkvæmda- og hafnarráðs frá 9 des. sl.
 
Ráðið samþykkir erindið.
 
 
 
2. 201511074 - Garðavegur 12. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi um breytingar á atvinnuhúsnæði Garðavegi 12. Sigurjón Óskarsson fh. Kví ehf. sækir um leyfi fyrir 20fm. viðbyggingu og breytingum á atvinnuhúsnæði sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn Vinnueftirlits. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.

 
 
3. 201508069 - Kleifar. Kapalsnælda Landsnets.
Nils Gústavsson f.h. Landsnets hf. sækir um leyfi fyrir umhverfisfrágangi við kapalsnældu fyrirtækisins við neðri Kleifar.
 
Ráðið samþykkir erindið.
 
 
 
4. 201512004 - Strandvegur 66. Umsókn um byggingarleyfi
Ásdís Sævaldsdóttir f.h. húseigenda sækir um leyfi fyrir breytingum á húsnæði og breyttri notkun sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir erindið.
 
 
 
5. 201511075 - Ósk um aðstöðu fyrir átaksvindu á hafnarsvæði.
Guðbjartur Þórarinsson fh. Hampiðjunnar hf. óskar eftir aðstöðu fyrir átaksvindu til að strekkja togtaugar skipa. Fyrir liggur bókun Framkvæmda- og hafnarráðs frá 9 des. sl.
 
Ráðið samþykkir erindið.
 

 
6. 201512041 - Heiðarvegur 10. Umsókn um byggingarleyfi, girðingar.
Gísli Ingi Gunnarsson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir að girða í lóðarmörk sbr. innsend gögn. Fyrir liggur afstaða slökkviliðsstjóra.
 
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir umsögn frá vinnuhópi um umferðarmál og umsögn lóðarhafa aðilggjandi lóða. Ráðið bendir umsækjanda á að fjarlægja girðingar sem settar hafa verið í lóðarmörk þar til afgreiðsla erindis liggur fyrir.
 

 
7. 201511063 - Miðstræti 20. Lóðarmál.
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa Miðstræti 20. Fyrir liggja fyrir ný gögn í málinu.

Ráðið samþykkir breytingar á lóðarmörkum skv. fyrirliggjandi gögnum.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159