17.12.2015

Fræðsluráð - 281

 
 Fræðsluráð - 281. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

17. desember 2015 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir embættismaður, Sigurlás Þorleifsson embættismaður og Hildur Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Halla J. Andersen sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi kennara.

 

Dagskrá:

 

1.

201004011 - Samræmd könnunarpróf.

 

Samræmd könnunarpróf. Framhald á 3. máli 280. fundar fræðsluráðs

 

Fræðslufulltrúi kynnti samantekt á niðurstöðum samræmdra prófa í GRV á undanförnum árum.

Fræðsluráð hefur nú fengið greinargóða kynningu á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa. Farið var yfir framfararstuðla og breytingar á árangri árganga milli prófa. Skoðaðar voru niðurstöður samræmdra prófa fyrri ára og borið saman við árangur annarra skóla og árangur GRV undanfarin ár.
Fræðsluráð er meðvitað um að það tekur tíma að bæta skólamenningu og árangur. Á seinustu misserum hefur verið ráðist í aðgerðir sem vafalaust eiga eftir að skila betri árangri í samræmdum mælingum og skólastarfi almennt. Eftir sem áður telur fræðsluráð ljóst að leita beri allra leiða til að bæta árangur GRV og að það sé óásættanlegt að nemendur í Vestmannaeyjum séu undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum. Með það fyrir augum telur ráðið æskilegt að leita til óháðra aðila til að framkvæma faglega úttekt á starfi GRV með höfuðáherslu á að greina ástæður þess að nemendur í GRV mælast að jafnaði undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum. Miða skal við að slík úttekt fari fram í byrjun næsta árs og að niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en undir lok vorannar 2016. Fræðsluráð felur skólaskrifstofu að vinna málið áfram.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.00

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159