17.12.2015

Bæjarstjórn - 1506

 
 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1506. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

17. desember 2015 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, Framkvæmdastjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs

 

Leitað var samþykkis með að taka inn með afbrigðum fundargerð fjölskyldu og tómstundaráðs nr. 172 frá 16. desember s.l. og fundargerð fræðsluráðs nr. 281 frá 17. desember s.l.

Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.

201512001F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 171 frá 2. desember s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Lilðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

2.

201511016F - Almannavarnanefnd nr. 1503 frá 5. nóvember s.l.

 

Fundargerðin liggur fyrir til staðfestingar.

 

Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.

201512004F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 238 frá 8. desember s.l.

 

Liðir 4 og 7 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar. Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 7 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201511014F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 185 frá 9. desember s.l.

 

Liðir 1,3,6,7 og 9 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2,4,5 og 8 liggj fyrir til staðfestingar.

 

Við lið 1, framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum var svohljóðandi ályktun gerð:

Bæjarstjórn tekur undir þá afstöðu sem fram kemur í afgreiðslu ráðsins. Þá óskar bæjarstjórn eftir því að fá nánari kynningu á lokaskýrslu starfshópsins við fyrsta tækifæri á nýju ári. Í framhaldi af slíkum fundi mun bæjarstjórn móta afstöðu til málsins og mögulega samþykkja framkvæmdir þar að lútandi.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (Sign)
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 6 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 7 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Við lið 9, Möguleikar Eyjamanna á vistvænni orkuframleislu í framtíðinni lagði E-listinn fram svohljóðandi bókun:

Eyjalistinn skorar á að bæjarstjórn fari í það að kanna möguleika Vestmannaeyja á vistvænni orkuframleiðslu. Mælt sé með því að Þekkingarsetrinu verði falið að útbúa hóp með það að markmiði að kanna og greina þau tækifæri sem Vestmannaeyjar hafi í mögulegri framleiðslu á vistvænni orku. Einnig sé mælt með því að byrjað verði á því verkefni að setja upp rafmagnstengil fyrir vistvæna bíla í Vestmannaeyjum.
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)

D-listinn lagði fram svohjóðandi mótbókun:
Meirihlutinn telur þá leið sem Eyjalistinn vill fara í þessu máli ranga og í raun ekki mögulegt að fela einhverju ákveðnu fyrirtæki eða stofnun að fara í að greina tækifæri á þessu sviði nema þá greiða fyrir það sérstaklega. Málefnið er jafnframt í umræðu og vinnslu hjá stýrihópi sem hefur það verkefni að endurskoða aðalskipulag Vestmannaeyjabæjar og telur meirihlutinn verkefnið vera í réttum farvegi þar.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Elliði Vignisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Birna Þórsdóttir (sign)
Trausti Hjaltason(sign)


Liður 9 var samþykktur meö fimm atkvæðum, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Stefán Ó Jónasson sátu hjá.

 

   

5.

201511017F - Almannavarnanefnd nr. 1504 frá 16. nóvember s.l.

 

Fundargerðin liggur fyrir til staðfestingar.

 

Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201511018F - Almannavarnanefnd nr. 1505 frá 24. nóvember s.l.

 

Fundargerðin liggur fyrir til staðfestingar.

 

Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201512005F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3014 frá 15. desember s.l.

 

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að taka umræðu um 5. lið í fundargerð bæjarráðs: Til umsagnar umsókn um tímabundið áfengisleyfi fyrir Lundann á nýársnótt 2016.
Bæjarstjórn vill skerpa á bókun bæjarráðs, þannig að sami opnunartími verði á nýársnótt og s.l. ár, eða til kl. 06.00. Var það samþykkt með sjö samhjóða atkvæðum.

Liðir 1-4 og 6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

201512009F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 172 frá 16. desember s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Lilðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

9.

201512007F - Fræðsluráð nr. 281 frá 17. desember s.l.

 

Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

 

 

 

Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verður þann 28. janúar.

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.55

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159