08.12.2015

Umhverfis- og skipulagsráð - 238

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 238. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 8. desember 2015 og hófst hann kl. 12:00
 
 
Fundinn sátu: Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður,
Esther Bergsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201404031 - Miðstræti 7. Umsókn um byggingarleyfi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa. Sótt er um leyfi fyrir breytingum á skilmálum lóðar sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga. Þrjú bréf bárust ráðinu á kynningartíma.
 
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð um skipulagssvæði milli Vestmannabrautar, Bárustígs, Miðstrætis og Kirkjuvegs hvað varðar m.a. umferð, bílastæði, gönguleiðir, byggingar og þær breytingar sem orðið hafa innan svæðis frá gildistöku deiliskipulagsins.
 
 
 
2. 201512013 - Strandvegur 82A. Umsókn um byggingarleyfi
Jón Guðmundsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir að endurbyggja og hækka norðurhús fiskimjölsverksmiðju VSV og byggja nýtt mótorhús sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
3. 201512003 - Heiðarvegur 66. Umsókn um byggingarleyfi
Friðberg Egill Sigurðsson sækir um leyfi fyrir utanhúsklæðningu og gluggabreytingum sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
4. 201512005 - Umsókn um stöðuleyfi.
Íris Sif Hermannsdóttir fh. Eyjatours og Ribsafari sækir um stöðuleyfi fyrir afgreiðsluhúsum við Básaskersbryggju sbr. innsend gögn.
 
Ráðið frestar afgreiðslu erindis. Umhverfis-og framkvæmdasvið mun á nýju ári auglýsa til umsóknar laus stöðuleyfi á svæði A við Básaskersbryggju og munu allar umsóknir verða teknar fyrir á fundi ráðsins í febrúar.
 
 
 
5. 201512009 - Heiðarvegur 10. Fyrirspurn.
Gísli Ingi Gunnarsson fh. lóðarhafa sendir inn fyrirspurn og óskar eftir afstöðu ráðsins til viðbyggingar sunnan við eignina sbr. innsend gögn.

Í ljósi fyrirliggjandi gagna getur ráðið að svo stöddu ekki lagt mat á stækkun húsnæðis. Ráðið vill koma þeim ábendingum til lóðarhafa að þegar sótt er um byggingarleyfi í þegar byggðum hverfum og deiliskipulag liggur ekki fyrir skal við hönnun taka mið af landnotkun, byggðamynstri og þéttleika byggðar.
 
 
 
6. 201512014 - Tjaldstæðið sunnan Þórsheimilis. Fyrirspurn.
Tekin fyrir fyrirspurn rekstraraðilar tjaldstæðis við Þórsheimili.
 
Ráðið lítur jákvætt á erindið. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara og undirbúa breytingar á deiliskipulagi.
 
 
 
7. 201512015 - Umgengni í botni Friðarhafnar og nágrenni þess.
Rætt um umgengni við Botninn og bryggjusvæði við Ísfélagið Strandvegi 102, en umgengni verktaka í tengslum við framkvæmdir hefur verið ábótavant um tíma.
 
Ráðið gerir þá kröfu á byggingarverktaka að allt drasl og efni utan byggingarsvæðis verði fjarlægt eigi síðar en 13. desember 2015. Þá verði græna svæðið í Botninum komið í sama horf og áður en byggingarframkvæmdir hófust. Verði ekki farið að þessum kröfum sem ráðið setur verktaka verður allt efni fjarlægt á kostnað Steina og Olla ehf.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159