26.11.2015

Bæjarstjórn - 1505

 

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1505. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

26. nóvember 2015 og hófst hann kl. 18:00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Leitað var samþykkis til að taka inn með afbrigðum fundargerð fræðsluráðs nr. 280 frá 25. nóvember sl., var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Þá var leitað samþykkis til að taka inn fundargerð bæjarráðs nr. 3013 frá 26. nóvember s.l. og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1.

201507018 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2016

 

- SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum, og sérsamþykktum sem orðið hafa á fjárhagsáætluninni á milli umræðna.
Gengið var til atkvæða um fjárhagsáætlun ársins 2016 og niðurstöður hennar:
Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2016:

Tekjur alls kr. 3.491.013.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 3.485.601.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 99.420.000
Veltufé frá rekstri kr. 511.263.000
Afborganir langtímalána kr. 26.321.000
Handbært fé í árslok kr. 2.595.042.000


Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2016:

Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður kr. 49.143.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður kr. 10.165.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, tap kr. -64.919.000
Rekstrarniðurstaða Náttúrustofa Suðurlands kr. 0
Rekstrarniðurstaða Hraunbúðir, tap kr. -19.492.000
Rekstrarniðurstaða Heimaey kertaverksmiðja kr. 0
Veltufé frá rekstri 131.911.000
Afborganir langtímalána kr. 28.686.000


Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2016:

Tekjur alls kr. 4.395.442.000
Gjöld alls kr. 4.341.574.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 124.981.000
Veltufé frá rekstri kr. 643.174.000
Afborganir langtímalána kr. 55.007.000
Handbært fé í árslok kr. 2.595.042.000

 

E-listinn leggur fram svohljóðandi bókun:

Það er margt mjög gott og vel unnið við þessa fjárhagsáætlun. Það er ennfremur fagnaðarefni að verið sé að leggja meiri áherslu á málefni eldri borgara innan Hraunbúða sem og málefni fatlaðra. Það er hins vegar einnig ýmislegt sem við hefðum viljað sjá í þessari fjárhagsáætlun sem vantar og forgangsraða sumum málefnum ofar. Ákvörðun okkar að sitja hjá við afgreiðslu þessa máls byggist einnig á því að við komum ekki að vinnu þessarar fjárhagsáætlunar.

Auður Ósk Vilhjálmsdóttir

Stefán Óskar Jónasson

 

 

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2016 var samþykkt með fimm atkvæðum D-lista. Fulltrúar E-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

 

   

2.

201511009 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2017-2019

 

-SÍÐARI UMRÆÐA-

 

Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2017-2019 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

3.

201511004F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 236 frá 9. nóvember s.l.

 

Liðir 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-7 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201511007F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 170 frá 18. nóvember s.l.

 

Liðir 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-5 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 2-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201511010F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 237 frá 20. nóvember s.l.

 

Liður 3 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,2 og 4-9 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1,2, og 4-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201511001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 184 frá 3. nóvember s.l.

 

Liðir 7 og 8 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 7 og 8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

 Fræðsluráð Vestmanneyja nr. 280 frá 25. nóvember s.l.

 

Liðir 1-4 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Liðir 1-4  voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

8.

 Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3013 frá 26. nóvember s.l.

 

Liðir 1-7 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

 

Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.50

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159