25.11.2015

Fræðsluráð - 280

 
 Fræðsluráð - 280. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

25. nóvember 2015 og hófst hann kl. 16:30

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Gígja Óskarsdóttir 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir framkvstj.sviðs, Sigurlás Þorleifsson embættismaður, Stefán Sigurjónsson starfsmaður sviðs, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi og Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir embættismaður.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

 

Ólöf A. Elíasdóttir og Helga Þórsdóttir mættu og kynntu 2. mál Lestrarstefnu GRV.

 

Dagskrá:

 

1.

201411026 - Fjárhagsáætlun 2016. Málaflokkur fræðslumála.

 

Framkvæmdastjóri fræðslumála greinir frá stöðu fjárhagsáætlunar málaflokksins.

 

Framkvæmdastjóri fræðslumála greinir frá stöðu fjárhagsáætlunar málaflokksins.
Ráðið þakkar kynninguna.

 

   

2.

201510077 - Lestrarstefna Grunnskóla Vestmannaeyja.

 

Kynning á lestrarstefnu Grunnskóla Vestmannaeyja

 

Helga Sigrún Þórsdóttir sérkennari og Ólöf A. Elíasdóttir deildarstjóri yngra stigs fóru yfir helstu atriði lestrarstefnunnar. Grunnskóli Vestmannaeyja leggur áherslu á markvissa lestrarkennslu á öllum stigum skólans. Lestrarstefnunni er fyrst og fremst ætlað að leiðbeina um lestur og æskileg vinnubrögð um lestrarkennslu. Farið var yfir lestrarstefnuna fyrir hvern bekk, markmið nemenda, kennsluaðferðir, tillögur að námsefni, matstæki, viðmið og úrræði. Lestrarstefnan er skjal sem nemendur, kennarar og foreldrar geta stuðst við þegar kemur að lestri nemenda. Fræðsluráð þakkar kynninguna á þessu metnaðarfulla skjali.

 

   

3.

201004011 - Samræmd könnunarpróf.

 

Helstu niðurstöður samræmdra könnunarprófa 2015 kynntar.

 

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk liggja fyrir. Einkunninar eru settar fram sem normaldreifðar einkunnur á kvarðanum 0 - 60 þar sem meðaltalið yfir landið er 30 og sem raðeinkunnir sem sendar hafa verið til forráðamanna.

Í 4. bekk var normaldreifða einkunnin í íslensku 27,7 og 29,7 í stærðfræði. Í 7. bekk var einkunnin í íslensku 28,4 og 27,6 í stærðfræði. Í 10. bekk var einkunnin 29 í íslensku, 28,2 í stærðfræði og 26 í ensku.

Niðurstöður gefa tilefni til frekari skoðunar og mun fræðsluráð áfram fjalla um málið á næsta reglulega fundi.

 

   

4.

200703206 - Staða daggæslumála

 

Greint frá stöðu daggæslumála.

 

Þrír aðilar starfa við daggæslu í heimahúsum. Samtals eru 15 börn í vistun hjá þeim. Sjö börn eru í daggæslu á Strönd. Tveir starfsmenn starfa á Strönd í 1,6% stöðugildi. Engin börn sem náð hafa 12 mánaða aldri eru á biðlista eftir daggæsluúrræði.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:04

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159