20.11.2015

Umhverfis- og skipulagsráð - 237

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 237. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 20. nóvember 2015 og hófst hann kl. 16:05
 
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Theodóra Ágústsdóttir varamaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs
 
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201511046 - Strandvegur 16. Umsókn um byggingarleyfi.
Andrés Narfi Andrésson fh. Landnets og HS veitna hf. sækir um byggingarleyfi fyrir tengimannvirki á athafnasvæði FES.
 
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
Bílastæði á þaki byggingar eru ekki í samræmi við deiliskipulag lóðar og eru ekki hluti af samþykkt þessari.
 
 
 
2. 201507084 - Kleifahraun 7. Byggingaráform.
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir 4 íbúða raðhúsi sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
3. 201506081 - Brimhólabraut 40. Umsókn um byggingarleyfi.
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa sem sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga. Tvö bréf með athugasemdum bárust ráðinu á kynningartíma.
Ráðið frestaði afgreiðslu erindis á fundi nr. 231 og óskaði eftir gögnum er sýna skuggavarp frá nýbyggingu. Skuggavarpsteikningar dags. 26.10.2015 liggja fyrir fundinn.
 
Afgr. ráðs á innsendum bréfum:
Eitt af meginmarkmiðum gildandi aðalskipulags er að fullnýta eldri íbúðarsvæði með þéttingu byggðar. Ráðið getur ekki fallist á þau rök að verið sé að troða eigninni á lóðina og skemma þannig ásýnd hverfisins. Það er mat ráðsins að stærð og hæð hússins falli vel að lóð og útlitið sé í samræmi við byggðamynstur svæðis. Samkvæmt skuggavarpsteikningum er skuggavarp á nærliggjandi lóðir ekki meira en gengur og gerist í þéttbýli og getur því ekki talist óeðlilega mikið.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
4. 201511062 - Strandvegur 82. Umsókn um byggingarleyfi
Sigurjón Pálsson fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir hráefnistanki á tankasvæði austan við fiskimjölsverksmiðju sbr. innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
5. 201511071 - Skólavegur 13. Umsókn um byggingarleyfi
Guðbjörn Guðmundsson eigadi jarðhæðar sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti vesturhliðar og breyttri notkun sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
 
Ráðið samþykkir erindið.
 
 
 
6. 201511063 - Miðstræti 20. Lóðarmál.
Lóðarhafi sækir um breytingar á lóðarmörkum í samræmi við innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir stækkun lóðar til norðurs. Þá samþykkir ráðið breytingar á lóðarmörkum við Strandveg 55 fyrir utan lóðarlínu við austurgafl sem skal vera 2m frá húshlið skv. deiliskipulagi.
Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa. Í samning skal setja kvöð um að tryggð sé aðkoma að baklóð Strandvegs 47A.
 
 
 
7. 201511064 - Strandvegur 55. Lóðarmál.
Lóðarhafi sækir um breytingar á lóðarmörkum í samræmi við innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir breytingar á lóð. Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.
 
 
 
8. 201511070 - Strandvegur 51. Lóðarmál.
Lóðarhafi sækir um breytingar á lóðarmörkum í samræmi við innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir breytingar á lóð. Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.
 
 
 
9. 201511074 - Garðavegur 12. Umsókn um byggingarleyfi
Sigurjón Óskarsson fh. Kví ehf. sækir um leyfi fyrir 20fm. viðbyggingu og breytingum á atvinnuhúsnæði sbr. innsend gögn.
 
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og vísar erindi til umsagnaraðila með vísan til ákvæða Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159