18.11.2015

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 170

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 170. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

18. nóvember 2015 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs og Lísa Njálsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Sólrún Erla Gunnarsdóttir deildarstjóri málefna aldraðra sat fundinn í fyrsta máli. 

 

Dagskrá:

 

1.

200811057 - Rekstur Hraunbúða

 

Lagðar eru fram tillögur um breytingar á rekstrarþáttum á Hraunbúðum.

 

Rekstur Hraunbúða hefur ár hvert verið kostnaðarmeiri en framlag ríkisins til þjónustunnar. Stöðugt er verið að skoða leiðir til að bæta rekstur Hraunbúða ásamt því að hagræða þannig að fjármagn nýtist sem best til þjónustunnar. Eftir vandaða yfirferð á rekstri málaflokksins og samanburð við rekstur annarra sveitarfélaga á sama málaflokki eru eftirfarandi tillögur lagðar fram:

- Leitað verði tilboða í ræstingu á Hraunbúðum. Vestmannaeyjabær áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum reynist þau ekki hagstæðari en núverandi fyrirkomulag.

- Leitað verði tilboða í þá þjónustu sem veitt er í beinni og/eða óbeinni samkeppni við einkaaðila. Núverandi verktakasamningum vegna fót- og hársnyrtingar verði því sagt upp og auglýst eftir rekstraraðilum með útboði. Útboðsforsendur verða leiguverð og hagstætt verð (afsláttur) til þjónustuþega. Heimilismenn greiða sjálfir fyrir þjónustuna. Vestmannaeyjabær áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum ef þau eru ekki ásættanleg.

- Könnuð verði hagkvæmni þess að bjóða út fleiri þætti í rekstri Hraunbúða s.s. starfsemi eldhúss og heimsendingu matar.

- Allur ávinningur af hagræðingu verði nýttur áfram í þjónustu við aldraða s.s. við eflingu dagvistunar á Hraunbúðum og í starfsemi aldraðra í Kviku.

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir ofangreindar tillögur.

 

   

2.

201501042 - Sískráning barnaverndarmála 2015

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í september og október.

 

Í september bárust 11 tilkynningar vegna 11 barna. Þar af voru 3 tilkynningar vegna vanrækslu, 1 tilkynning vegna ofbeldis gegn barni og 7 vegna áhættuhegðunar barns. Mál 9 barna af 11 voru til frekari meðferðar.

Í október bárust 15 tilkynningar vegna 7 barna. Þar af voru 2 tilkynningar vegna vanrækslu og 13 vegna áhættuhegðunar barns. Mál allra 7 barnanna voru til frekari meðferðar.

 

   

3.

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

5.

201511023 - Fjárhagsáætlun 2016 - kynning til fagráða

 

Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og fræðslusviðs leggur fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun málaflokka Fjölskyldu- og tómstundaráðs fyrir árið 2016.

 

Ráðið þakkar kynninguna.

Í framhaldi af umræðum á fundinum telur ráðið mikilvægt að við lok fjárhagsáætlunargerðar verði tekið mið af því að leiguverð í íbúðum Vestmannaeyjabæjar verði fært í átt að markaðsverði. Þá er það tillaga ráðsins að samhliða verði sérstakar húsaleigubætur teknar upp. Markmið þessarar aðgerðar er að jafna rétt þeirra aðila sem eru á leigumarkaði en jafnframt að taka tillit til fjárhagslegra aðstæðna.

 

   

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159