16.11.2015

Almannavarnanefnd - 1504

 
Almannavarnanefnd - 1504.
 
Fundur haldinn í lögreglustöðinni við Faxastíg,
16. nóvember 2015 og hófst hann kl. 10:15
 
 
Fundinn sátu:
Páley Borgþórsdóttir formaður, Ólafur Þór Snorrason, Ragnar Þór Baldvinsson, Sigurður Þórir Jónsson, Jóhannes Ólafsson, Sigurður Hjörtur Kristjánsson og Friðrik Páll Arnfinnsson.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur þór Snorrason, framkvæmdastjóri
 
Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs og Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri mættu á fundinn
 
Dagskrá:
 
1. 201511090 - Mengunarslys í Herjólfi
Farið yfir atburðarrás og eftirfylgni vegna mengunarslyss sem varð um borð í Herjólfi. Fram kom í máli skipstjóra Herjólfs að viðbragðsáætlanir eru alltaf miðaðar við atburði á rúmsjó. Kallað var úr kallkerfi skipsins og fólk beðið um að yfirgefa klefa en bjöllum var ekki hringt. Rætt um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að slíki hlutir endurtaki sig og á hvaða hátt er hægt að bregðast við slíkum atburðum. Rekstrarstjóri Herjólfs greindi frá því að málið væri litið alvarlegum augum hjá fyrirtækinu og unnið væri að því greina hvað gerðist og hvernig mætit koma í veg fyrir slíka atburði.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11.00
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159