09.11.2015

Umhverfis- og skipulagsráð - 236

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 236. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 9. nóvember 2015 og hófst hann kl. 16:05
 
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201510042 - Vesturvegur 13A. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Sótt er um leyfi fyrir breytingum á skilmálum lóðar.
Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga. Eitt bréf með athugasemdum barst ráðinu á kynningartíma. Bréf dags. 17.10.2015 frá lóarhafa Vesturvegi 13B.
 
Afgreiðsla ráðs á innsendu bréfi vegna grenndarkynningar: Ráðið getur ekki tekið undir athugasemdir bréfritara með þeim rökstuðningi að afstaða nýbyggingar á lóð, útlit og form er í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar og ákvæði deiliskipulags miðbæjar frá 2005. Hafi bréfritari hug á framkvæmdum í lóðarmörkum við Vesturveg 13A skal fara með erindið skv. ákvæðum byggingarreglugerðar enda ber eigendum samliggjandi lóða skylda til að taka sameiginlegar ákvarðanir um framkvæmdir í lóðamörkum.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
2. 201511004 - Vesturvegur 13b. Bréf til umhverfis-og framkvæmdasviðs.
Tekið fyrir bréf lóðarhafa að Vesturvegi 13B. dags. 24.10.2015.
 
Ráðið getur ekki orðið við óskum bréfritara. Ganga skal frá umsókn um byggingarleyfi skv. 2.4.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
 
 
 
3. 201511001 - Hilmisgata 3. Umsókn um byggingarleyfi
Atli Jóhann Guðbjörnsson fh. húseigenda sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti og innra skipulagi hússins sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
4. 201511003 - Búhamar 23. Umsókn um byggingarleyfi
Páll Helgason sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
5. 201511002 - Áshamar 8. Umsókn um byggingarleyfi
Lóðarhafi sækir um breytingar á glugga sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
6. 201510066 - Kirkjuvegur 35. Umsókn um stækkun lóðar.
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Sótt er um stækkun lóðar til suðurs sbr. innsend gögn.
 
Ráðið getur ekki orðið við erindinu.
 
 
 
7. 201511018 - Umsókn um lóð á Haugasvæði.
Björgvin Björgvinsson fh. Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja sækir um 2500 fm. lóð á Haugasvæðinu sbr. innsend gögn.
 
Ráðið lítur jákvætt á erindið en getur að svo stöddu ekki orðið við erindinu. Ráðið vísar umsókn til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159