05.11.2015

Bæjarstjórn - 1504

 
  

Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1504. fundur

 

haldinn í Einarsstofu safnahúsi,

5. nóvember 2015 og hófst hann kl. 18.00

 

 

Fundinn sátu:

Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti, Elliði Vignisson 1. varaforseti, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, Framkv.stjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs

 

Leitað var samþykkis til að taka inn með afbrigðum fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 169 frá 4. nóvember og fundargerð bæjarráðs nr. 3012 frá 5. nóvember s.l. Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæða.

 

Dagskrá:

 

1.

201507018 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2016

 

-FYRRI UMRÆÐA-

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði ítarlega framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2016 og gerði grein fyrir helstu útgjaldaliðum í áætluninni.
Eyjalistinn lagði fram svohljóðandi bókun við umræðu um fjárhagsáætlunina:
Eyjalistinn vill ítreka mikilvægi þess að sem flest ungmenni eigi möguleika á að stunda einhverskonar félags- og tómstundastarf og skyldu allra sveitarfélaga að styðja börn og unglinga við það að eiga færi á að stunda íþrótta- og tómstundaiðkun. Því leggjum við til að umræðan um frístundakortin verði tekin aftur upp í ráðinu samkvæmt meðfylgjandi greinargerð.
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)


Lykiltölur í fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2016:

Tekjur alls kr. 3.279.416.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 3.200.752.000
Rekstrarniðurstaða,jákvæð kr. 164.436.000
Veltufé frá rekstri kr. 603.697.000
Afborganir langtímalána kr. 26.321.000
Handbært fé í árslok kr. 3.179.512.000


Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2016:

Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagn. kr. 46.458.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, kr. 0
Rekstrarniðurstaða Félagsl.búða, tap kr. -46.809.000
Náttúrustofa Suðurlands kr. 0
Hraunbúðir, hjúkrunarheimili, tap kr. -14.130.000
Heimaey - kertaverksmiðja, hagnaður kr. 0
Veltufé frá rekstri kr. 16.193.600
Afborganir langtímalána kr. 28.686.000


Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2016:

Tekjur alls kr. 4.183.056.000
Gjöld alls kr. 4.047.116.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 205.205.000
Veltufé frá rekstri kr. 765.633.000
Afborganir langtímalána kr. 55.007.000
Handbært fé í árslok kr. 3.179.512.000

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans vegna ársins 2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

   

2.

201511009 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2017-2019

 

-FYRRI UMRÆÐA-

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri fjallaði um og lagði fram til umræðu og samþykktar þriggja ára fjárhagsáætlun 2017-2019.

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans.

 

   

3.

201511003F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3012 frá 5. nóvember s.l.

 

Fundargerðin liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

4.

201510009F - Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 169 frá 4. nóvember s.l.

 

Fundargerðin liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

 

Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

5.

201510004F - Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3011 frá 13. október s.l.

 

Liðir 1-8 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

6.

201510008F - Fræðsluráð nr. 279 frá 20. október s.l.

 

Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar

 

Lliðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 

   

7.

201510007F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 235 frá 28. október s.l.

 

Liðir 1-12 liggja fyrir til staðfestingar.

 

Liðir 1-12 liggja fyrir til staðfestingar.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.22

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159