05.11.2015

Bæjarráð - 3012

 
 Bæjarráð Vestmannaeyja - 3012. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

5. nóvember 2015 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður og Stefán Óskar Jónasson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201507018 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2016

 

Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun næsta árs.
Samþykkt að vísa áætluninni til fyrri umræðu á fundi í bæjarstjórn sem haldinn verður síðar í dag.

 

   

2.

201511009 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2017-2019

 

Bæjarstjóri fór yfir þriggja ára fjárhagsáætlun, áranna 2017-2019.
Samþykkt var að vísa áætluninni til fyrri umræðu á fundi í bæjarstjórn sem haldinn verður síðar í dag.

 

   

3.

201504033 - Sala á Búhamri 17- Hamar hæfingarstöð í tenglum Atvinnumál fatlaðs fólks - fjöliðjan Heimaey

 

Bæjarráð samþykkir að selja húsnæðið sem hýsir í dag Hamar hæfningarstöð til að mæta kostnaði við flutning og endurbætur á húsnæði kertaverksmiðjunnar Heimaey sem mun í framhaldinu verða rekið sem Fjöliðjan Heimaey.

 

   

4.

201511005 - Rekstraryfirlit jan.-sept.2015

 

Rekstraryfirlit fyrir fyrstu 9 mánuði ársins lagt fram.

 

Bæjarráð þakkar kynninguna.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.25

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159