04.11.2015

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 169

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 169. fundur

 haldinn í fundarsal Ráðhúss,

4. nóvember 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.

  

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Sólrún Gunnarsdóttir þjónustustjóri í málefnum aldraðra sat fundinn í máli 3-5.

 

Dagskrá:

 

1.

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

2.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.

201511008 - Greining fjárhagsaðstoðar

 

Staða fjárhagsaðstoðar var rædd og samsetning viðtakenda fjárhagsaðstoðar í Vestmannaeyjum borin saman við landið í heild. Þegar allir viðtakendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga árið 2014 eru skoðaðir kemur í ljós að um 43,5% þeirra flokkast sem atvinnulausir, 22,1% flokkast sem sjúklingar, 14% sem lífeyrisþegar, 9,9% sem fólk í starfi og 7,9% sem nemar. Í Vestmannaeyjum flokkast 29% sem lífeyrisþegar, 28% sem sjúklingar, 27% eru atvinnulausir, 9% nemar/annað og 7% í vinnu.
Samkvæmt þessum niðurstöðum eru tengsl fjárhagsaðstoðar og atvinnuleysis í Vestmannaeyjum ekki eins sterk og á landinu öllu. Hlutfallslega fleiri lífeyrisþegar og sjúklingar þiggja fjárhagsaðstoð í Vestmannaeyjum en á landinu í heild.

 

   

4.

201510033 - Aðgerðir gegn heimilisofbeldi

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur þátt í aðgerðum til að takast á við heimilisofbeldi í samstarfi við lögreglu sbr. nýundirritaða viljayfirlýsingu formanns ráðsins og lögreglustjóra. Ráðið fagnar því að hafið sé átak til að útrýma heimilisofbeldi í Vestmannaeyjum. Ráðið felur framkvæmdastjóra að útfæra aðgerðirnar í samráði við lögreglustjóra.

 

   

5.

201108028 - Rauðagerði - frístundamiðstöð

 

Framhald af 5. máli 167. fundar í fjölskyldu- og tómstundaráði. Rekstur félagsmiðstöðvarinnar Rauðagerðis.

 

Starfshópur um málefni Rauðagerðis leggur fram greinargerð og tillögur að breytingum á rekstri.

Í greinargerðinni kemur fram að starfshópurinn telur mikilvægt að Vestmannaeyjabær haldi áfram starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í Rauðagerði þar sem boðið er upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 - 15 ára börn í frítímanum. Félagsmiðstöðin skal byggja á hugmyndafræði unglingalýðræðis sem á að tryggja áhrif þeirra á starfið. Rammar unglingalýðræðis eru landslög, ákvarðanir sveitarfélagsins og fjáhagsáætlun félagsmiðstöðvarinnar. Í félagsmiðstöðinni Rauðagerði er starfandi unglingaráð sem mótar viðfangsefni líðandi stundar og á að vera talsmenn unglinga í Vestmannaeyjum. Forvarnir meðal unglinga, hvað varðar reykingar, vímuefni og einelti, eru snar þáttur í starfinu og áhersla skal lögð á að styrkja jákvæða sjálfsmynd þeirra og stuðla að heilbrigðum lífsstíl.

· Starfshópurinn styður hugmyndir unglingaráðsins varðandi opnun félagsmiðstöðvarinnar að öllu leyti nema því sem varðar opnun til 23.00 þar sem það stangast á við útivistarreglur ungmenna og ráðið getur því ekki fallist á. Í stað þeirrar lengdu opnunar verður opið í tvo virka daga frá 16-18 í stað eins.
· Starfstími félagsmiðstöðvarinnar verði áfram frá septemberbyrjun til maíloka eða í 9 mánuði.
· Framkvæmdastjóra er falið að gera viðeigandi ráðstafanir til að innleiða umræddar breytingar.
· Þjónusta lengdrar viðveru fatlaðra barna verði endurskoðuð og færð inn í hæfingu/dagvistun sem staðsett verður í Kertaverksmiðjunni þegar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu.
· Kostnaður vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna verði aðgreint frá rekstri félagsmiðstöðvarinnar og rekstur færður undir Hamar hæfingarstöð.
· Lagt er til að umræddar breytingar verði innleiddar strax eftir áramót.
· Framkvæmdastjóra verði falið að reikna kostnað af breytingum og setja inn í gerð fjárhagsáætlunar 2016.

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir tillögur starfshópsins.

 

   

6.

201510074 - Fjárbeiðni Stígamóta 2016

 

Óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi Vestmannaeyjabæjar um rekstur Stígamóta.

 

Vestmannaeyjabær hefur átt gott samstarf við Stígamót í gegnum árin. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir 60.000 kr. styrk.

 

                                                                                             

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159