03.11.2015

Framkvæmda- og hafnarráð - 184

 
 
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 184. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
3. nóvember 2015 og hófst hann kl.16
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson varaformaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður og Georg Eiður Arnarson aðalmaður.Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  
 
Dagskrá:
 
1. 201511007 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2016
Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2016 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Ráðið samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2016 til seinni umræðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
 
 
2. 201511006 - Geymslusvæði Vestmannaeyjahafnar
Fyrir liggur að geymslusvæði Vestmannaeyjahafnar fer undir núverandi vegstæði við Kleifa. Gerð er tillaga að nýju geymslusvæði austan við Kleifa 3-7.
Ráðið samþykkir að láta útbúa geymslusvæði á umræddu svæði.
 
 
3. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir 2015
Fyrir lágu verkfundagerðir nr.3 frá 2.september, nr. 4 frá 23.september 2015, nr 5 frá 8. október og nr. 6 frá 28. október 2015 vegna utanhússframkvæmda við Fiskiðju.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundargerðir.
 
 
4. 201510099 - Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar 2016
Lögð fram drög að gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2016
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir árið 2016 en hún gerir ráð fyrir að óbreyttu aflagjaldi en aðrir liðir hækki um 1,9% sem eru verðlagsbreytingar á yfirstandandi ári.
 
 
5. 201508059 - Skólavegur gatnagerð 2015
Farið yfir framkvæmdir við Skólaveg milli Vesturvegar og Strandvegar.
 
 
6. 201101247 - Varðveisla björgunarbátsins af Eiðinu.
Framkvæmda- og hafnaráð hefur móttekið erindi frá Pétri Steingrímssyni vegna björgunarskýlis á Eiðinu skv meðfylgjandi gögnum.
Um leið og ráðið þakkar bréfritara góða hugmynd og umhyggju fyrir umhverfinu, vísar ráðið erindinu til "Viltu hafa áhrif 2016" en bæjarráð mun þar fjalla um erindið.
 
 
7. 201511014 - Áhættumat vegna hruns í fjöllum í Vestmannaeyjum
Rætt um hrunhættu í fjöllum í Vestmannaeyjum, bæði bæjarmegin og sjávarmegin í fjöllum.
Ráðið samþykkir að kannað verði í tengslum við endurskoðun Aðalskipulags hvort þörf er á endurskoðun á núverandi hrunmati.
 
Samþykkt með 4 atkvæðum.
 
Georg Eiður Arnarson óskar eftir að bóka.
 
Framkvæmdastjóra verði falið að ræða við forstöðumann Náttúrustofu Suðurlands um að gera áhættumat, á hrunhættu í fjöllunum í Vestmannaeyjum og koma með á næsta fundi kostnaðaráætlun, ef forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands er tilbúinn að taka verkið að sér.
 
 
8. 201504041 - Bætt aðstaða fyrir móttöku skemmtiferðaskipa
Framhald fyrri umræðu. Á fundi ráðsins 29.september 2015 var bókað. "Ráðið þakkar framkvæmdastjóra fyrir framlögð gögn. Ráðið telur nauðsynlegt að skoða alla möguleika áður en ákvörðun verður tekin.
Ljóst er að aukin umsvif í Vestmannaeyjahöfn hafa þrengt verulega að starfsemi við höfnina. Ráðið óskar eftir því við framkvæmdastjóra að kannaður verði kostnaður við nauðsynlegar rannsóknir vegna hugsanlegs legukants í Skansfjöru.". Framkvæmdastjóri upplýsti ráðið um að umbeðnar upplýsingar hefðu ekki enn borist.
 
 
Ráðið samþykkir að á meðan ekki liggja fyrir þær uppýsingar sem óskað hefur verið eftir varðandi möguleika á bættri aðstöðu fyrir móttöku skemmtiferðaskipa í Vestmannaeyjum, sé ekki tímabært að taka ákvörðun þessa efnis. Ráðið bendir á fyrri bókun og ítrekar ósk sína um kostnaðarmat á aðstöðu í Skansfjöru.
 
Samþykkt með 4 atkvæðum.
 
Georg Eiður Arnarson óskar eftir að bóka.
 
Stefnt verði að því að koma upp flotbryggju með landgangi við Eiðiðsfjöru, strax næsta sumar. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir og ræða við hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni, sem hafa áhuga á að nýta sér flotbryggjuna í suðlægum áttum, með það í huga, að í staðinn komi þeir að, eða sjá um, uppbyggingu á aðstöðu á Eiðinu. Ekki er gert ráð fyrir að ferðamenn fari gangandi frá Eiðinu og framkvæmdastjóra því falið að ræða við ferðaþjónustuaðila um það mál.
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.05
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159