28.10.2015

Umhverfis- og skipulagsráð - 235

 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 235. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 28. október 2015 og hófst hann kl. 16:05
 
 
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
 
 
 
Dagskrá:
 
1. 201510096 - Framkvæmdaleyfi vegna ljósveitu í vesturbæ.
Sigurður M Bjarnason f.h. Mílu efh. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósveitu í vesturbæ.
 
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið leggur áherslu á vandaðan frágang og að röskun á framkvæmdasvæðum verði með minnsta móti. Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010. Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.
 
 
 
2. 201510075 - Íslenskt Eldsneyti ehf. Umsókn um lóð
Sigurður Eiriksson f.h. Íslenskt Eldsneyti ehf. óskar eftir lóð undir 25 rúmetra tank, fyrir vistvænt eldsneyti er fyrirtækið hyggst byrja dreifingu á til aðila í ferðaþjónustu og sjávarútvegi.
 
Ráðið lítur jákvætt á erindið en getur að svo stöddu ekki orðið við óskum bréfritara. Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að ræða við bréfritara og skoða hvaða möguleikar eru í boði innan hafnarsvæðis.
 
 
 
3. 201510057 - Kleifar 5. Umsókn um stækkun lóðar.
Lóðarhafi sækir um stækkun lóðar til norðurs sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
4. 201510055 - Kleifar 3. Umsókn um stækkun lóðar.
Lóðarhafi sækir um stækkun lóðar til norðurs sbr. innsend gögn.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
5. 201510050 - Lóðarmál. Strandvegur 81-85 og Garðavegur 13.
Lilja Björg Arngrímsdóttir fh. Vinnslustöðvarinnar hf. óskar eftir breytingum á lóðarleigusamningum að Strandvegi 81-85 og Garðavegi 13 sbr. innsend gögn. Þá afsalar Vinnslustöðin hf. hluta lóðar Garðavegi 13 til handa eigenda Strandvegs 87.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
6. 201510066 - Kirkjuvegur 35. Umsókn um stækkun lóðar.
Lóðarhafi sækir um stækkun lóðar til suðurs sbr. innsend gögn.
 
Ráðið frestar erindi til næsta fundar.
 
 
 
7. 201509062 - Strandvegur 48. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi um innanhúsbeytingar á verslunarhúsnæði Strandvegi 48.
Fyrir liggja umsagnir umsagnaraðila.
 
Ráðið samþykkir erindið með vísan til umsagna umsagnaraðila. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
8. 201404031 - Miðstræti 7. Umsókn um byggingarleyfi.
Lóðarhafi óskar eftir breytingum á skilmálum lóðar. Sótt er um leyfi fyrir að byggja tvíbýlishús með aðkomu að neðri hæð frá Miðstræti og aðkomu að eftirhæð að sunnan. Þá óskar lóðarhafi eftir að færa byggingarreit í samræmi við innsend gögn.
 
Ráðið samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum að Miðstræti 3, 5, 9, 11 og 11A. Vestmannabraut 22a-d og 26. Kirkjuvegi 10 og 12.
 
 
 
9. 201510049 - Vestmannabraut 37. Bréf til skipulagsráðs.
Tekið fyrir bréf eigenda að Vestmannabraut 37 eh.
 
Ráðið getur ekki orðið við óskum bréfritara um ívilnandi aðgerðir á hendur húseigenda að Skólavegi 1, né um umsókn um stækkun lóðar. Lóðarskiki sem um er sótt var skilin eftir í deiliskipulagi miðbæjar að beiðni f.v. eigenda beggja eigna í þeim tilgangi að þar væri hægt að geyma sorpílát fyrir Skólaveg 1 og Vestmannabraut 37. Þá vill ráðið árétta við bréfritara að allar framkvæmdir við lóarmörk eru háðar samþykki beggja aðila og á það einnig við um girðingar.
Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að taka út svæðið og að ræða við húseigendur um tillögur til úrbóta á umræddu svæði.
 
 
 
10. 201510013 - Vestmannabraut 9. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa Vestmannabraut 9. Katrín Rós Óðinsdóttir sækir um leyfi fyrir breytingum á húsnæði sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.
 
Ráðið samþykkir erindið með vísan til umsagna umsagnaraðila. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
11. 201509019 - Miðstræti 15. Umsókn um niðurrif.
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa þar sem sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á íbúðarhúsi og bílgeymslu að Miðstræti 15.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.
 
Ráðið samþykkir erindið með vísan til umsagna umsagnaraðila. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
12. 201509065 - Eiði 8. Umsókn um stækkun lóðar.
Elías Árni Jónsson f.h. Löngu ehf. sækir um stækkun lóðar til austurs sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.
 
Erindi samþykkt.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
 
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159