20.10.2015

Fræðsluráð - 279

 
 Fræðsluráð - 279. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

20. október 2015 og hófst hann kl. 16.30

 

 

Fundinn sátu:

Trausti Hjaltason formaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Sindri Haraldsson aðalmaður, Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður, Sonja Andrésdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Erna Jóhannesdóttir starfsmaður sviðs, Sigurlás Þorleifsson embættismaður og Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi

 

Emma Sigurgeirsdóttir, Lóa Baldvinsdóttir Andersen og Kolbrún Matthíasdóttir sátu fundinn sem áheyrnarfulltrúar leik- og grunnskóla. Gestur fundarins var Frosti Gíslason.

 

Dagskrá:

 

1.

201510081 - Fab Lab. Stafræn smiðja.

 

Frosti Gíslason kynnir Fab Lab og segir frá verkefnunum sem þar eru unnin.

 

Fab Lab hefur nú flutt sig um set og er staðsett í húsnæði Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Fab Lab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.
Frosti Gíslason verkefnastjóri Fab Lab hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fór yfir starfsemi Fab Lab og mikilvægi sköpunar í námi. Farið var yfir hvernig breytingar í atvinnulífinu kalla á breytingar í menntamálum og hvernig þjálfa megi hæfni sem nauðsynleg er á 21.öld í Fab Lab og samræmist markmiðum aðalnámskráa fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla. Fræðsluráð þakkar Frosta fyrir greinargóða og fræðandi kynningu.

 

   

2.

201510077 - Lestrarstefna Grunnskóla Vestmannaeyja.

 

Lestrarstefna Grunnskóla Vestmannaeyja lögð fram til kynningar.

 

Fagfólk GRV mun koma á næstunni og kynna lestrarstefnuna fyrir ráðinu.

 

   

3.

201208006 - Samningur um skólamáltíðir.

 

Umsókn um hækkun á gjaldskrám v skólamáltíða

 

Einsi kaldi, sem sér um skólamáltíðir fyrir skóla Vestmannaeyjabæjar, óskar eftir 4% hækkun á einingarverði skólamáltíðar. Fræðsluráð samþykkir umrædda hækkun fyrir sitt leyti. Vestmannaeyjabær greiðir sem fyrr 40% af kostnaði máltíða leikskólabarna og 15% af kostnaði máltíða barna í GRV. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. nóvember 2015.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.37

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159