13.10.2015

Bæjarráð - 3011

 
  

Bæjarráð Vestmannaeyja - 3011. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

13. október 2015 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður, Stefán Óskar Jónasson aðalmaður og Páll Marvin Jónsson forseti.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

201507018 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2016

 

Forsendur fjárhagsáætlunar 2016

 

Bæjarráð samþykkir forsendurnar og vísar fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

 

   

2.

201504033 - Atvinnumál fatlaðs fólks - fjöliðjan Heimaey

 

Breytingar á húsnæði kertaverksmiðjunnar

 

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og hvetur til þess að verkinu verði flýtt eftir fremst megni.

 

   

3.

201510045 - Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2015

 

Erindi frá EBÍ Brunabót dags. 6. október s.l. þar sem fram kemur að arðgreiðsla til Vestmannaeyjabæjar vegna ársins 2015 verði kr. 2.006.500. Hlutdeild Vestmannaeyjabæjar í Sameignasjóði EBÍ er 4,013%

 

Erindið móttekið. Bæjarráð samþykkir að verja áðgóðahlutagreiðslunni til brunavarna í Kviku.

 

   

4.

201510046 - Leiga á líkamsræktarsal í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

 

Samningur um leigu líkamsræktarsals í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja - ósk um staðfestingu bæjarráðs

 

Fyrir bæjarráði lá samningur um leigu á líkamsræktarsal Íþróttamiðstöðvarinnar. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

 

   

5.

201510047 - Lions klúbburinn óskar eftir fjárhagslegum stuðningi

 

Erindi frá Lionsklúbbi Vestmannaeyja móttekið 9. október þar sem fram kemur að þeir óska eftir eftir fjárhagstuðningi til góðra verkefna í Vestmannaeyjum.

 

Bæjarráð vill nota tækifærið til að þakka Lionsklúbbnum í Vestmannaeyjum fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu íbúa í Vestmannaeyjum og þá sérstaklega þeirra sem minna mega sín. Bæjarráð beinir því bréfritata að nú þegar hefur verið opnað fyrir styrkbeiðnir sem þessa með verkefninu "Viltu hafa áhrif". Þar gefst öllum bæjarbúum og félögum tækifæri á að koma styrkbeiðnum og ábendingum um góð verk í formlegan feril. Bæjarráð vísar erindu í þann farveg.

 

   

6.

201510035 - Meðferð og afgreiðsla innsendra erinda til Vestmannaeyjabæjar

 

Fyrir bæjarráði lá erindi frá framkvæmdastjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs. Þar er óskað eftir því að bæjarráð setji skýrar verklagsreglur um meðferð og afgreiðslu á erindum sem berast sveitarfélaginu. Í erindinu kemur fram að í dag sé verklagið með þeim hætti að það krefjist mikils tíma starfmanna sveitarfélagsins við afgreiðslu og frágangs. Jafnvel sé það svo að sömu erindin berist ítrekað frá sömu einstaklingunum og í hvert skipti kalli það á nýjan feril við svör. Oft sé óskýrleiki erinda mikill og því fari töluverður tími í að finna út hverju sé í raun verið að óska svara við. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja drög að breyttu vinnulagi hvað varðar innsend erindi.

 

   

7.

201510048 - Ósk um styrk vegna útgáfu á sólóplötu.

 

Erindi frá Birgir Nielsen dags. 12. október þar sem fram kemur að hann óskar eftir styrk vegna útgáfu á sóluplötu sinni, Svartur 2.

 

Fyrir bæjarráði lá erindi þar sem óskað var eftir stykjum vegna útgáfu á tónlistardiski. Bæjarráð er erindinu og umsækjanda afar velviljað og bendir bréfritara á að þegar tónlistamenn í Vestmannaeyjum gefa út diska þá kaup Vestmannaeyjabær ætíð 5 slíka. Að öðru leyti bendir bæjarráð bréfritara á að allir styrkir Vestmannaeyjabæjar til menningarviðburða fari í dag fram í gegnum Menningarráð Suðurlands og er bréfritara bent á að beina einnig umsókn sinni þangað.

 

   

8.

200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

 

Afgreiðsla samningamála var færð í sérstaka samningamálabók.

 

   

 

 

 

 

                                                                                           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.15

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159