07.10.2015

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 168

 
 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 168. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

7. október 2015 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Edda Sigfúsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

Dagskrá:

 

1.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

2.

201510001 - Öll kurl til grafar

 

Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli

 

Stjórn Heimilis og skóla hefur sent sveitarfélögum landsins ályktun félagsins þar sem farið er fram á það við sveitarfélög að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Fjölskyldu- og tómstundaráð vekur athygli á því að Vestmannaeyjabær hætti notkun á umræddu gúmmíkurli um leið og fyrstu fréttir um skaðsemi þess komu fram fyrir fjórum árum. Einungis er notast viðurkennt gúmmíkurl.

 

   

3.

201504033 - Atvinnumál fatlaðs fólks - fjöliðjan Heimaey

 

Framkvæmdastjóri kynnir breytingar á húsnæði kertaverksmiðjunnar

 

Fyrir liggur samþykki fjölskyldu- og tómstundaráðs og staðfesting bæjarstjórnar á að sameina starfsemi verndaðrar vinnu og dagvistunar/hæfingar í eina fjöliðju í húsnæði kertaverksmiðjunnar. Framkvæmdastjóri kynnti hugmyndir að breytingu á húsnæðinu og kostnað við þær breytingar. Ráðið er hlynnt umræddum breytingum og felur framkvæmdastjóra að sækja heimild til bæjarráðs fyrir fjármögnun.

 

                                                                                    

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159