29.09.2015

Framkvæmda- og hafnarráð - 183

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 183. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
29. september 2015 og hófst hann kl. 16:30
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson varaformaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs og Andrés Þorsteinn Sigurðsson embættismaður.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
Andrés Þ Sigurðsson sat fundinn undir 1.máli
 
Dagskrá:
 
1. 201504041 - Bætt aðstaða fyrir móttöku skemmtiferðaskipa
Framkvæmdastjóri lagði fram uppfærða kostnaðaráætlun á flotbryggju norðan Eiðis. Hafnsögumaður fór yfir möguleika á móttöku skemmtiferðaskipa og sérstaklega ræddur möguleiki á aðstöðu norðan Eiðis og í Skansfjöru.
Ráðið þakkar framkvæmdastjóra fyrir framlögð gögn. Ráðið telur nauðsynlegt að skoða alla möguleika áður en ákvörðun verður tekin.
Ljóst er að aukin umsvif í Vestmannaeyjahöfn hafa þrengt verulega að starfsemi við höfnina. Ráðið óskar eftir því við framkvæmdastjóra að kannaður verði kostnaður við nauðsynlegar rannsóknir vegna hugsanlegs legukants í Skansfjöru.
 
 
2. 201409048 - Bryggjudagur ÍBV
Fyrir lá erindi frá Handknattsleiksdeild ÍBV vegna bryggjudags 2015 dags. 25.september 2015. Óskar Handknattsleiksdeild ÍBV eftir áframhaldandi styrk Vestmannaeyjahafnar vegna þessa verkefnis.
Ráðið samþykkir að veita handknattleiksdeild ÍBV íþróttafélags 350.000 kr. styrk vegna Bryggjudags sem haldinn verður á næstu vikum.
 
 
3. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir 2015
Fyrir lá verkfundagerð nr.2 frá 21.ágúst 2015 vegna utanhússframkvæmda við Fiskiðju.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
4. 201509072 - Týsheimili, þakviðgerðir 2015
Engin tilboð bárust í þakviðgerðir á Týsheimili sem fyrirhugaðar voru á árinu 2015. Fram kom í máli framkvæmdastjóra að Eyjatré ehf. sýndi verkinu áhuga en treysti sér ekki til að vinna verkið á þeim tíma sem ætlast var til. Óskað var eftir því við Eyjatré að skila inn tilboði í verkið ásamt verktíma. Skilaði Eyjatré inn tlboði upp á kr.6.832.700 og skal verkið hefjast í apríl 2016.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Eyjatré á grundvelli tilboðs og óskar eftir því við bæjarstjórn að fjármagn til þessa verks verði tryggt í fjárhagsáætlun 2016.
 
 
5. 200703124 - Blátindur VE 21
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu málsins. Í máli hans kom fram að beðið er eftir því að steypt verði undir bátinn á því svæði sem ætlunin er að báturinn verði á til frambúðar.
Ráðið áréttar að frágangi verði lokið fyrir 1.maí 2016.
 
 
  
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.20
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159