18.09.2015

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 167

 

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 167. fundur

 

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

18. september 2015 og hófst hann kl. 15:00

 

Fundinn sátu:

Páll Marvin Jónsson formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir aðalmaður, Birna Þórsdóttir aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs og Edda Sigfúsdóttir starfsmaður sviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Rós Ingólfsdóttir,

 

Dagskrá:

 

1.

201501042 - Sískráning barnaverndarmála 2015

 

Sískráning barnaverndartilkynninga í júlí og ágúst.

 

Í júlí bárust 11 tilkynningar vegna 8 barna. Þar af voru 2 tilkynningar vegna vanrækslu, 2 tilkynningar vegna ofbeldis gegn barni og 7 vegna áhættuhegðunar barns. Mál 5 barna af 8 voru til frekari meðferðar. Í ágúst bárust 12 tilkynningar vegna 11 barna. Þar af voru 4 tilkynningar vegna vanrækslu, 5 tilkynningar vegna ofbeldis gegn barni og 3 vegna áhættuhegðunar barns. Mál 9 barna af 11 voru til frekari meðferðar.

 

   

2.

200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð

 

Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

 

Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

3.

200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.

 

Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

 

   

4.

201509048 - Staða fjárhagsaðstoðar 2015

 

Framkvæmdastjóri og yfirfélagsráðgjafi gera grein fyrir stöðu fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2015.

 

Fjármagn það sem áætlað er til fjárhagsaðstoðar árið 2015 er uppurið og stefnir í verulega framúrkeyrslu. Árið 2014 kostaði fjárhagsaðstoðin rúmar 19 milljónir en stefnir í ár í um 31 milljón. Það sem af er árinu hafa um 50 einstaklingar og/eða fjölskyldur fengið aðstoð en voru 58 allt árið 2014. Margar ólíkar ástæður skýra hækkunina á milli ára. Lengri afgreiðslutími ríkisstofnana á atvinnuleysisbótum, endurhæfingarlífeyri og örorkumati hefur þó veruleg áhrif.

Fjölskyldu- og tómstundaráð lýsir yfir áhyggjum af auknum útgjöldum vegna fjárhagsaðstoðar. Ráðið felur framkvæmdastjóra og starfsmönnum félagsþjónustu að skoða leiðir til að bregðast við þörfinni fyrir slíkri neyðaraðstoð s.s með sérstökum húsaleigubótum. Jafnframt felur ráðið framkvæmdastjóra að sækja um heimild til bæjarráðs um aukið fjármagn.

 

   

5.

201409094 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2015

 

Vegna reksturs félagsheimilisins á Rauðagerði og Sambýlisins Vestmannabraut 58b

 

Innleiðing hagræðingar í rekstri félagsheimilisins á Rauðagerði og Sambýlisins Vestmannabraut 58b hafa ekki gengið eftir sem skyldi. Lagt er til að formaður Fjölskyldu- og tómstundaráðs, Páll Marvin Jónsson, fulltrúi E-listans í ráðinu, Auður Vilhjálmsdóttir ásamt framkvæmdastjóra fari yfir reksturinn og komi með tillögu á næsta fundi ráðsins um aðgerðir til að ná settu marki.

Ráðið samþykkir tillöguna.

 

   

6.

201509038 - Breytingar á gjaldskrá í sund

 

Tillaga að gjaldskrárbreytingu Íþróttamiðstöðvar

 

Aðsókn fullorðinna í sund hefur dregist saman á síðustu árum. Vestmannaeyjabær vill stuðla að heilsueflingu með því að nýta betur þá heilsuauðlind sem sundlaugin er. Forstöðumaður ÍM leggur til að farin verði leið sem hefur gefist vel hjá öðrum sveitarfélögum til auka aðsókn fólks að sundi en það er að bjóða upp á ódýrari árskort. Samhliða verður gerð breyting á gjaldskrá ÍM í sund á 10 og 30 miða kortum sem og á stökum miðum.

Forstöðumaður ÍM leggur til eftirfarandi gjaldskrárbreytingar með gildistíma frá og með 1. janúar 2016:

1. Sölu tíu miða forsölukorta barna verði hætt.
2. Árskort í sund lækki úr 23.750 kr. í 16.900 kr.
3. Þrjátíu miða kort í sund hækki úr 7.300 kr. í 8.500 kr.
4. Tíu miða kort í sund hækki úr 3.400 kr. í 3.900 kr.
5. Stakur miði fyrir fullorðinn hækki úr 550 kr. í 600 kr.

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir ofangreindar tillögur.

 

   

7.

201509050 - Frístundakort

 

Auður Ósk Vilhjálmsdóttir óskar eftir umræðu Fjölskyldu- og tómstundaráðs um frístundakort.

 

Ráðið ræðir um upptöku frístundakorta.

Auður Ósk Vilhjálmsdóttir fulltrúi E-listans leggur fram tillögu um upptöku frístundakorta í Vestmannaeyjum.
Er tillagan felld með einu atkvæði fulltrúa E-listans gegn fjórum atkvæðum fulltrúum D-listans.

D-listi bókar:
"Er það mat meirihluta ráðsins að forsendur varðandi upptöku frístundakorta hafa ekki breyst og ekkert nýtt lagt fram í málinu."

 

   

8.

201410022 - Ósk um fasta leigu á sal Týsheimilis veturinn 2015-2016

 

Ósk um fasta leigu á sal Týsheimilisins veturinn 2015-2016.

 

Fjölskyldu- og tómstundaráð hafnar erindinu og bendir umsækjanda á að fyrir leigu á sal Týsheimilis er í gildi gjaldskrá til að gæta jafnræðis hjá öllum þeim sem sækja um not á umræddum sal.

 

                                                                               

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159