05.08.2015

Framkvæmda- og hafnarráð - 182

 
 Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 182. fundur
 
haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
5. ágúst 2015 og hófst hann kl. 16:30
 
 
Fundinn sátu:
Sigursveinn Þórðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson varaformaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri Ólafsson 1. varamaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.
 
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
 
 
Dagskrá:
 
1. 201507104 - Skemmdir á gólefnum Sóla
Fyrir liggur að miklar skemmdir eru á gólefnum á Sóla á ákveðnum stöðum. Í ljósi þess að byggingin er nýleg er ástandið bagalegt og æskilegt að skoða hvað veldur og hvernig er hægt að koma í veg fyrir meira tjón. Ekki er ljóst á þessari stundu hversu umfangsmikið tjónið er.
Ráðið lýsir yfir áhyggjum af ástandi gólfefna og felur framkvæmdastjóra að kanna réttarstöðu Vestmannaeyjabæjar gagnvart fyrri eiganda.
 
 
2. 201507045 - Fiskiðjan utanhússframkvæmdir 2015
Fyrir lá verkfundagerð nr.1 dags.15.ágúst 2015.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
 
 
3. 201508058 - Hleðslustöð fyrir gáma á Skipasandi
Q-21 Iceland ehf óskar eftir aðstöðu á Skipasandi til hleðslu gáma í vestur út frá fyrirhugaðri starfsemi að Skildingavegi 6b.
Ráðið samþykkir að veita umsækjanda pláss fyrir hleðslu á allt að tveimur gámum í einu á austurhluta Skipasands. Ráðið felur framkvæmdastjóra að ganga frá samkomulagi við umsækjanda. Ráðið leggur ríka áherslu á umgengni og tekið sé tillit til annarrar starfsemi á svæðinu.
 
 
4. 201508059 - Skólavegur gatnagerð 2015
Rætt um tillögur að gatnagerð á Skólavegi í tengslum við opnun Skólavegar í suður frá Strandvegi að Vesturvegi.
Ráðið samþykkir að fela framkvæmdastjóra framgang málsins.
 
 
5. 201504041 - Bætt aðstaða fyrir móttöku skemmtiferðaskipa
Mikil aukning hefur verið á komu skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja síðustu ár þrátt fyrir takmarkaða aðstöðu til að þjónusta stærstu skipin. Ein leið til að fjölga komum þeirra er möguleiki á lendingaraðstöðu fyrir farþegabáta norðan Eiðis. Siglingastofnun vann árið 2011 tillögu að slíkri aðstöðu. Einnig hafa starfsmenn Vestmannaeyjahafnar gert kannanir á öldufari á svæðinu og sýna athuganir að slíkt sé vel gerlegt. Uppfæra þarf kostnaðartölur sem lagðar voru fram árið 2011. Einnig þarf að skoða þær framkvæmdir sem leggja þarf út í vegna móttöku ferðamanna og aðflutningsleiða til og frá Eiði.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að leggja fram uppfærða kostnaðaráætlun og mat á ávinningi framkvæmdarinnar á næsta fundi ráðsins.
  
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.10
 
Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159